Beyoncé (plata)

Breiðskífa eftir Beyoncé

Beyoncé (oft stílfært í hástöfum) er fimmta breiðskífa bandarísku söngkonunnar Beyoncé. Platan var gefin út skömmu eftir miðnætti þann 13. desember 2013 af Parkwood Entertainment og Columbia Records algjörlega óvænt. Platan var þróuð sem sjónræn hljómplata þar sem hverju lagi fylgir stuttmynd sem sýnir þær hugmyndir sem voru hugsaðar við framleiðslu tónlistarinnar. Löngun Beyoncé til að staðfesta fullt listrænt frelsi sitt þjónaði sem innblástur fyrir myrku og persónulegu viðfangsefni plötunnar sem innihéldu femínísk þemu um kynlíf, einkæri, fegurðarstaðla, sambandsvandamál og gagnrýni á kapítalisma. Platan var gefin út á föstudegi, sem stangaðist á við hina hefðbundnu þriðjudagsútgáfu sem tíðkaðist á þeim tíma. Beyoncé, og útgáfa hennar, er oft sögð hafa fundið upp nútíma skilgreininguna á sjónrænni hljómplötu, gert óvænta útgáfu á plötum vinsæla meðal tónlistarfólks og að hafa valdið því að International Federation of the Phonographic Industry (IFPI) breytti vikudeginum þegar tónlist er gefin út um allan heim úr þriðjudegi í föstudag.

Beyoncé
Á svörtum bakgrunni stendur orðið „Beyoncé“ sem er stílfært í hástöfum og í bleiku letri, staðsett í miðju myndarinnar.
Kápan á stöðluðu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út13. desember 2013 (2013-12-13)
Tekin upp2012-2013
Hljóðver
Ýmis
    • Fetalmaus
    • Jungle City Studios
    • MSR Studios
    • Oven Studios
    • Sterling Sound Studios
      (New York-borg)
    • Kings Landing
      (The Hamptons, New York)
    • Mirrorball Entertainment
    • Westlake Recording Studios
      (West Hollywood, Kalifornía)
    • Russell's of Clapton
      (London)
    • Tritonus (Berlín)
    • Trackdown Digital (Sydney)
StefnaRaf-R&B[1]
Lengd66:35
Útgefandi
Leikstjóri
  • Beyoncé
  • Jonas Åkerlund
  • Ed Burke
  • Francesco Carrozzini
  • Pierre Debusschere
  • Bill Kirstein
  • @lilinternet
  • Melina Matsoukas
  • Jake Nava
  • Terry Richardson
  • Ricky Saiz
  • Todd Tourso
  • Hype Williams
Stjórn
Tímaröð – Beyoncé
4
(2011)
Beyoncé
(2013)
Beyoncé: Platinum Edition
(2014)
Smáskífur af Beyoncé
  1. „XO“
    Gefin út: 16. desember 2013
  2. „Drunk in Love“
    Gefin út: 17. desember 2013
  3. „Partition“
    Gefin út: 25. febrúar 2014
  4. „Pretty Hurts“
    Gefin út: 10. júní 2014

Upptökur plötunnar hófust í New York-borg þegar Beyoncé bauð upptökustjórum og lagahöfundum að búa með sér í mánuð. Á meðan hún var í stóru tónleikaferðalagi árið eftir breyttist platan þar sem hún sá fyrir sér að skapa sjónrænan hluta til að fylgja lögunum og hélt áfram upptökum með rokktónlistarmanninum og raftónlistar-upptökustjóranum Boots. Samstarf þeirra leiddi til tilraunakenndara efnis hljóðfræðilega, sem sameinaði nútíma R&B með raftónlist og sálartónlist. Á þessu tímabili voru lög og myndbönd plötunnar samin í algjörri leynd vegna þess að Beyoncé vildi óvænta útgáfu á efninu.

Beyoncé var gefin út á stafrænu formi á iTunes Store án tilkynningar eða kynningarherferðar og fór beint á toppinn á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum, og varð fimmta breiðskífa Beyoncé í röð til að ná efsta sæti vinsældalistans. Platan seldist í yfir 617.000 eintökum í Bandaríkjunum og 828.773 á heimsvísu fyrstu þrjá dagana, og varð sú plata sem hafði selst hraðast á iTunes Store á þeim tíma.[2] Á þeim 19 dögum frá útgáfu plötunnar til ársloka 2023 seldist Beyoncé í 2,3 milljónum eintaka um allan heim og endaði árið sem tíunda söluhæsta plata ársins á heimsvísu samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry (IFPI).[3] Platan var endurútgefin í nóvember 2014 í platínuútgáfu og hefur selst í yfir 5 milljónum eintaka um allan heim. Hluti plötunnar var kynntur á The Mrs. Carter Show World Tour tónleikaferðalaginu árið 2014.

Beyoncé fékk víðtækt lof frá tónlistargagnrýnendum við útgáfu sem hrósuðu upptökustjórninni, hvernig hún kannaði kynhegðun, sönghæfileikum, auk óvæntrar útgáfu hennar sem margir aðrir tónlistarmenn fóru að gera í kjölfarið.[4] Árið 2020 var Beyoncé í 81. sæti á lista Rolling Stone yfir „500 bestu plötur allra tíma“.[5]

Lagalisti breyta

Lagalisti stöðluðu útgáfu plötunnar:

  1. „Pretty Hurts“
  2. „Haunted“ (inniheldur falið lag: „Ghost“)
  3. „Drunk in Love“ (ásamt Jay-Z)
  4. „Blow“
  5. „No Angel“
  6. „Partition“ (inniheldur falið lag: „Yoncé“)
  7. „Jealous“
  8. „Rocket“
  9. „Mine“ (ásamt Drake)
  10. „XO“
  11. „Flawless“ (ásamt Chimamanda Ngozi Adichie)
  12. „Superpower“ (ásamt Frank Ocean)
  13. „Heaven“
  14. „Blue“ (ásamt Blue Ivy)

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Beyoncé (album)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. maí 2023.

Tilvísanir breyta

  1. „Beyoncé review: Beyonce's new album is an unashamed celebration of very physical virtues“. The Independent. 13. desember 2013. Afrit af uppruna á 14. desember 2013. Sótt 2. maí 2018. „Musically, it's the same kind of electro R&B with which radio is already awash.“
  2. Loughrey, Clarisse (26. nóvember 2015). „Adele's new album 25 is No.1 on iTunes in almost every country in the world“. Independent. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. nóvember 2015. Sótt 7. ágúst 2016.
  3. „Digital-Music-Report-2014.pdf“ (PDF). International Federation of the Phonographic Industry. bls. 12. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 26. júní 2014. Sótt 26. júní 2014.
  4. „From 'Pulling a Beyonce' to 'On Fleek,' Slang Terms That Invaded 2014“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. ágúst 2018. Sótt 31. ágúst 2018.
  5. „The 500 Greatest Albums of All Time“. Rolling Stone. 22. september 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. janúar 2021. Sótt 27. september 2020.