Sálartónlist

Tónlistarstefna

Sálartónlist er tónlistarstefna skyld gospel-tónlist og R&B. Hún varð til seint á fimmta áratug 20. aldar og var vinsæl fram á byrjun sjötta áratugar í Bandaríkjunum. Hún varð til út frá rokktónlist en hélt sama takti og sveiflum og eru í blús. En í byrjun sjötta áratugarins blandaðist fönk í stefnuna. Söngvarar voru flestir dökkir á hörund og höfðu sungið gospell áður fyrr. Tónlistarstefnan var mismunandi eftir stöðum. Í New York var sálartólistinn öðruvísi heldur en í Flórída. Má nefna eins og í New York, Philadelphia og Chicago var hljómurinn mýkri og líkari gospel, hins vegar í suðurhluta Bandaríkjanna var hljómurinn hrárri og kaldar raddir. En allt undir sama flokki, sem var afar vinsæll hjá svertingjum og náði hátt á vinsældalistum. Þegar áttundi áratugurinn leið hjá byrjaði sálartónlist að sundrast og klofna. Þá byrjuðu sálarsöngvarar að leita í aðrar stefnur og blanda þeim saman, eins og fönki og diskó, og það var meira danstaktur í þeim lögum en áður var. Á níunda og tíunda áratugunum bættist við eins konar hipphopp og mörg hundruð söngvarar bættu rappi inn í lögunum sínum, sem varð vinsælt á 21. öldinni.

Tilgangur

breyta

Sálartónlist var mikilvæg stefna fyrir blökkumenn því á þeim tíma áttu þeir mjög erfitt eins og sagan segir og flestir vita en þeir notuðu sálartónlistina til þess að mótmæla og láta í sér heyra. Af því að engir hvítir menn hlustuðu á sálartónlist var erfitt að láta heyra í sér með þeim hætti þó það náðist á endanum. Það eru til mörg fræg lög sem fjalla um báráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Þessi stefna breytti viðhorfi hvíta fólksins til svartra og jók jákvæðni í þeirra garð. Sálartónlist var ekki síst vinsæl hjá hörundsdökkum unglingum og mikið leikin teitum. Sálartónlist var síðar eins og rokktónlist, sem þá hafði svipuð áhrif: báðar stefnur hentuðu vel til að dansa við og fyrir persónulega útrás. Þessu fylgdi mikil hrifning unglinga, pólitísk og frelsisbárátta. Sálartónlist og blús hafa margt sameiginlegt, söngvarinn var aðal málið en fyrirkomulagið var miklu mikilvægara hjá sálartónlistinni.

Flokkar

breyta

Suður-sálartónlist

breyta
 
The Marvelettes 1963

Suður-sálartónlist er eftirnafn af klassískum hrynjandi og blús eins og hann var spilaður á 7. og og snemma á 8. áratugnum og er enn spilaður í dag, mest þó í Bandaríkjunum. Sálartónlist hefur sínar eigin stjörnur og eigin áhorfendur og sína smelli. Suður-sálartónlist rekur rætur sínar frá rokki, poppi og mörgum öðrum áhrifavöldum. Hún er ekki einfaldlega „blús“, sem er oft ruglað saman hana. Hann er mun dansminni og fær einstakan blæ, sem finnst ekki í öðrum stefnum. Oftast er það bara kallað R&B og nær langt í því unirflokki.

„Suður“ þýðir ekki að tónlistin komi frá Suðurríkjunum, þó mest af henni komi þaðan. Það þýðir að það er líklegast til að vera vel metið og ná vinsældum þar, meðal annars í samfélagi svartra manna. Þeir kalla þetta suður-sálartónlist vegna þess að „suður“ er þar sem ástarlífið er, þar sem allt hefst, þangað má rekja allt upphafið. Suðrið er staðurinn sem gefur manni möguleika á að snerta líf fólks. Sömu sögu er að segja um Chicago Soul.

Sálartónlist frá Detroit

breyta

Í Detroit blandaðist popp við sálartónlistina og hafði djúpan gospellblæ. Það var Motown sem kom út þá og byrjaði markaður sálartónlistar að blómstra. Margir af bestu söngröddum og textahöfundum tónlistarstefnunnar voru uppi á þeim tíma. En þessi undirflokkur var meira til að höfða til hvíta fólksins svo það voru grípandi lög og örlítil áhrif frá suður-sálartónlist. Einnig voru áhrif frá gospelltónlist þar sem það kemur aðaltexti og svo svörun. textarnir höfðuðu til unglinga, því oftast var fjallað um hverdagslíf þeirra. Motown var síðan uppgötvað af Berry Gordy Jr. sem var útgáfufyrirtæki. Það var staðsett í Detroit í Michigan þann 14. apríl 1960. Nafnið er tengt Detroit-stefnunni og þýðir það sama nema í öðrum orðum. Það voru bara svartir söngvarar sem fóru í samstarf við þau og allir í sálar-stefnunni. En fyrirtækið kom sér ekki framfæri fyrr en það náði fyrsta laginu á topplistann „Shop Around“ með Mable Jogn og Eddie Holland og Mary Wells. Fyrsta lagið var algjört stuð-lag „Money“ (1960) skrifað af Berry Gordy.

Sálartónlist frá Memphis

breyta

Þessi flokkur er ekki það sama og suður-sálartónlist þótt margt sé mjög líkt þeim flokki. Sálartónlist frá Memphis hefur meiri stíll. En ólíkt annarri sálartónlist tengist hún ekki poppinu. En um leið er hún ljúf en ekki eins og létt önnur sálartónlist því hún hefur funky ívaf. Al Green er helsti söngvari þessa flokks. Hann var að störfum á sjöunda áratugnum og náði miklum vinsældum þá.

Sálartónlist frá Chicago

breyta

Í Chicago var sálartónlist uppi á sitt besta á fimmta áratugnum og hún er mjög lík suðursálartónlist sem hafði mikið áhrif á gospell tónlistina. Það sem gerir þennan flokk einstakan er að það eru bjartari hljómar og „sætari“. Einsöngvarar fóru meira í poppið og höfðu sterkar raddir. Oft var sálartónlist frá Chicago kölluð „ljúf sál“.

Áhrif

breyta

Þótt sálartónlist sé ekki nákvæmlega eins og hún var þegar hún kom fyrst út þá hefur hún sömu áhrif og áður. Því má þakka nokkrum söngvurum sem héldu henni uppi. Meðal annarra sem hafa verið undir áhrifum frá sömu stefnu má nefna: Whitney Houston, Anita Baker, Aretha Franklin.

Þótt sálartónlist höfðaði mest til þeirra svörtu voru líka hvítir söngvarar undir áhrifum frá sálartónlist eins og má nefna Taylor Hicks, George Michael og Amy Winehouse.

Nýja öldin

breyta

Sálartónlistin nú á dögum er bara popptónlist sem hefur sveiflur sálartónlistar og eitthvað frá gömlu árunum. Það er enginn svöngvari sem spilar bara sálartónlist en það eru margir sem eru undir áhrifum hennar og þróa hana áfram. Usher og Alicia Keys eru talin hafa mestu áhrif þeirra sem eru nú í bransanum en þau hafa afar frumleg viðhorf og eru ekki alveg undir steríutýpuformið. Sálartónlistar söngvarar þurfa verða að vera með mjög sterka rödd og geta náð þessum djúpum blæ í textunum sínum. Þrátt fyrr allar þær breytingar sem hafa verið gerðar er alltaf verk nýrrar kynslóðar að halda áfram með tónlistina og ekki láta hana deyja út. Sagt er að sálartónlist nú til dags sé sterkari núna en nokkru sinni áður.

Tenglar

breyta