Kendrick Lamar
Kendrick Lamar Duckworth (f. 17. júní 1987) er bandarískur rappari og lagahöfundur. Hann er talinn einn áhrifamesti hipphopp-tónlistarmaður sinnar kynslóðar og oft talinn meðal bestu rappara nú um stundir. Hann er meðal annars þekktur fyrir tæknilega listsköpun sína og flókna lagasmíði. Hann hlaut Pulitzer-tónlistarverðlaunin árið 2018 og varð þar með fyrsti tónlistarmaðurinn utan klassísku og djasstónlistarinnar til að hljóta þau.
Kendrick Lamar | |
---|---|
Fæddur | Kendrick Lamar Duckworth 17. júní 1987 Compton, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Menntun | Centennial High School |
Störf |
|
Ár virkur | 2003– |
Stofnun | PGLang |
Maki | Whitney Alford (trúl. 2015) |
Börn | 2 |
Ættingjar |
|
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Útgefandi | |
Áður meðlimur í | Black Hippy |
Vefsíða | oklama |
Lamar hefur hlotið ýmis verðalun á ferlinum, þar á meðal ein Primetime Emmy-verðlaun, ein Brit-verðlaun, fern American Music-verðlaun, sex Billboard Music-verðlaun, 11 MTV myndbandstónlistarverðlaun (þar á meðal tvö verðlaun fyrir myndband ársins), 17 Grammy-verðlaun (þriðja flestar Grammy-tilnefningar sem rappari hefur hlotið), og 29 BET Hip Hop verðlaun (flest sem listamaður hefur unnið). Time setti hann á lista yfir 100 áhrifamestu mönnum heims árið 2016. Tvær af tónleikaferðum hans, Damn Tour (2017–2018) og Big Steppers Tour (2022–2024), eru meðal tekjuhæstu tónleikaferða rappara sögunnar. Þrjú verka hans voru á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma árið 2020. Utan tónlistar stofnaði Lamar fyrirtækið PGLang og hóf kvikmyndagerð ásamt félaga sínum, Dave Free.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Kendrick Lamar“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. október 2024.