Led Zeppelin
Led Zeppelin var bresk rokk-hljómsveit, sem kom fram á sjónarsviðið árið 1968 undir nafninu New Yardbirds. Hljómsveitin breytti fljótlega nafninu sínu í sitt endanlega nafn, Led Zeppelin. Þeir gerðu sinn fyrsta útgáfusamning við fyrirtækið Artistic Records. Samningurinn gaf þeim umtalsvert listrænt frelsi. Hljómveitin líkaði aldrei að gefa út tónlist sína í smáskífum, þeir litu svo á að hljómplötur þeirra ætti að hlusta í heild sinni en ekki stök lög. Hljómsveitin hætti árið 1980 eftir andlát John Bonham en hafa þó komið nokkrum sinnum saman eftir það og spilað á tónleikum.
Led Zeppelin | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | London, England |
Ár | 1968–1980[ath 1] |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki |
|
Fyrri meðlimir | |
Vefsíða | ledzeppelin |
Saga
breytaUpphafið
breytaHljómsveitina stofnaði Jimmy Page, sem setti saman hljómsveit eftir að hljómsveitin hans The Yardbirds leystist upp. Í The Yardbirds voru gítarleikararnir Jeff Beck, Eric Clapton auk Jimmy Page. Þegar Yardbirds leystist upp höfðu þeir ekki lokið tónlistarferðalagi sínu en hin nýja New Yardbirds fyllti í skarðið. Eftir tónleikaferðalagið þurftu þeir að skipta um nafn og var nafnið Led Zeppelin fyrir valinu. Nafnið er kaldhæðnislega dregið af orðinu „Blýblaðra“ (e. Lead Balloon), ákveðið var sleppa „a“-inu í „lead“ og skipta út balloon fyrir „zeppelin“ til að gera nafnið enn kaldhæðnislegra. Hljómsveitarmeðlimir í endanlegri mynd Led Zeppelin voru Jimmy Page gítarleikari, trommarinn John Bonham, Robert Plant sem söng og spilaði á munnhörpu og John Paul Jones sem sló á strengi bassans og spilaði á hljómborð.
Hljómsveitarárin
breytaFyrsta plata hljómsveitarinnar kom út árið 1969 og hét einfaldlega Led Zeppelin. Umslag plötunnar sýnir mynd af Hindenburg loftskipinu nokkrum sekúndum eftir að kviknað hafði verið í því. Platan seldist ágætlega, náði 6. sæti á metsölulista Bretlands og 10. sæti í Bandaríkjunum. Seinna sama ár kom út önnur plata þeirra Led Zeppelin II og náði hún góðri sölu, varð í fyrsta sæti báðum megin Atlantshafsins. Á þeirri plötu er að finna eitt frægasta lag þeirra, „Whole Lotta Love“. Led Zeppelin III, sem gefin var út 1970, naut líka vinsælda eins og Led Zeppelin II en var þó mörgum aðdáendum vonbrigði sem er skiljanlegt þar sem hún er á mun lágstemmdari nótum en fyrri plöturnar. Fyrir plötuna höfðu Plant og Page eytt tíma á bóndabænum Bron-Yr-Aur í Wales til að semja tónlistina í friði. Árið 1971 kom svo út plata sem bar í raun ekki nafn en er oftast kölluð Led Zeppelin IV og er það af mörgum talin þeirra besta plata og inniheldur m.a. tvö af þeirra allra frægustu lögum, „Black Dog“ og „Stairway to Heaven“. Tveimur árum seinna kom svo út Houses of the Holy sem naut álíka vinsælda og fyrri plötur. Árið 1975 kom platan Physical Graffiti út sem inniheldur hið fræga lag „Kashmir“. Þar á eftir gáfu þeir út plöturnar Presence árið 1976 og In Through The Out Door árið 1979 sem voru þeirra síðustu plötur. Hljómsveitin hefur selt yfir 300 milljónir platna um allan heim og segir það sitthvað um vinsældir hennar.
Endalok og endurkomur
breytaHljómsveitin hætti árið 1980 eftir andlát John Bonhams. Hann lést vegna köfnunar í eigin uppköstum en hann hafði drukkið óhóflegt magn af áfengi. Tveimur árum seinna kom síðasta plata sveitarinnar út, Coda, en hún var afrakstur upptaka í hljóðveri áður en Bonham lést.
Led Zeppelin hélt endurkomutónleika þann 10. desember 2007 á O2 leikvanginum í London þar sem viðstaddur var gríðarlegur fjöldi aðdáenda og komust mun færri að en vildu. Í tilefni af tónleikunum kom út vegleg safnútgáfa sem ber nafnið Mothership og inniheldur öll helstu lög sveitarinnar sem og DVD-disk með gömlum tónleikaupptökum.
Málaferli
breytaÁrið 2016 var Zeppelin stefnt fyrir rétt í Los Angeles í Bandaríkjunum sakaðir um að hafa stolið upphafsstefi í einu kunnasta lagi sínu „Stairway to heaven“. Robert Plant og Jimmy Page var gert að mæta í réttarsal 10. maí. Þeir voru sakaðir um að hafa notað í lagið „Stairway to heaven“ árið 1971 upphafsstef úr lagi sem heitir Taurus og var gefið út með hljómsveitinni Spirit árið 1967. Hljómsveitirnar spiluðu saman á hljómleikaferðum árin 1968 og 1969.[1] Zeppelin vann málið. [2]
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Led Zeppelin (1969)
- Led Zeppelin II (1969)
- Led Zeppelin III (1970)
- Led Zeppelin IV (1971)
- Houses of the Holy (1973)
- Physical Graffiti (1975)
- Presence (1976)
- In Through the Out Door (1979)
- Coda (1982)
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Led Zeppelin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. mars 2009.
Tilvísanir
breyta- ↑ Led Zeppelin stefnt fyrir lagastuld Rúv. skoðað 12. apríl 2016.
- ↑ Led Zeppelin Win in 'Stairway to Heaven' Trial Geymt 17 september 2016 í Wayback MachineRolling Stone. Skoðað 16. september, 2016.
Athugasemdir
breyta- ↑ Endurkomur: 1985, 1988, 1995, 2007