James Patrick „Jimmy“ Page (f. 9. janúar 1944) er enskur rafmagnsgítarleikari og lagahöfundur. Hann hóf feril sinn sem sessjónmaður um miðjan 7. áratug 20. aldar og varð síðan meðlimur í hljómsveitinni The Yardbirds frá 1966 til 1968. Það ár stofnaði hann hljómsveitina Led Zeppelin ásamt Robert Plant og fleirum.

Jimmy Page á tónleikum 1977
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.