LZ 129 Hindenburg
LZ 129 Hindenburg var þýskt loftskip. Loftskipið, ásamt systurskipi sínu LZ 130 Graf Zeppelin II, voru stærstu loftskip sem byggð hafa verið. Eldur kviknaði upp í Hindenburg í Lakehurst, New Jersey, Bandaríkjunum þann 6. maí árið 1937, sem varð til þess að 36 manns létu lífið. Í skipið komust samtals 200 milljónir lítra af gasi.
Loftskipið var nefnt í höfuðið á Paul von Hindenburg.