Atlantic Records
bandarískt hljómplötufyrirtæki
Atlantic Recording Corporation (einfaldlega Atlantic Records) er bandarísk tónlistarútgáfa stofnuð árið 1947 af Ahmet Ertegun og Herb Abramson. Árið 1967 varð fyrirtækið dótturfélag Warner Bros., sem seinna varð hluti Time Warner. Nú til dags er Atlantic í eigu Warner Music Group.
Atlantic Records | |
---|---|
Móðurfélag | Warner Music Group |
Stofnað | 1947 |
Stofnandi | Ahmet Ertegun Herb Abramson |
Dreifiaðili | Atlantic Records Group (BNA) WEA International Rhino Entertainment |
Stefnur | Mismunandi |
Land | Bandaríkin |
Höfuðstöðvar | New York, New York |
Vefsíða | atlanticrecords |
Atlantic Records varð eitt af stærri hljómplötufyrirtækjunum á 7. áratugnum, og sérhæfði það sig í djass, R&B og sálartónlist. Nokkrir markverðir listamenn sem störfuðu hjá Atlantic voru m.a. Aretha Franklin, Ray Charles, Wilson Pickett, Sam and Dave, Ruth Brown og Otis Redding. Á 8. áratugnum byrjuðu evrópskir listamenn að skrifa undir í Bandaríkjunum hjá Atlantic, þar á meðal ABBA, The Rolling Stones, Led Zeppelin, Ringo Starr og Eric Clapton.