Löggulíf er íslensk gamanmynd sem var gefin út þann 21. desember 1985. Kvikmyndin er þriðja og síðasta myndin í þríleik Þráins Bertelssonar um félagana Þór og Daníel, á eftir Nýju lífi frá 1983 og Dalalífi frá 1984. Í þetta sinn fá þeir óvænt vinnu í lögreglunni.

Löggulíf
LeikstjóriÞráinn Bertelsson
HandritshöfundurÞráinn Bertelsson
Ari Kristinsson
FramleiðandiÞráinn Bertelsson
Nýtt líf sf
LeikararKarl Ágúst Úlfsson

Eggert Þorleifsson
Lilja Þórisdóttir
Sigurður Sigurjónsson

Flosi Ólafsson
Frumsýning1985
Tungumálíslenska
AldurstakmarkKvikmyndaeftirlit ríkisins L
UndanfariDalalíf

Tökur fóru fram í Reykjavík sumarið 1985 og fór það mikið fjármagn í bílaeltingarleikssenuna, að Þráinn fékk ennþá skuldir fyrir hana áratugum seinna.[1]

Söguþráður

breyta

Þór og Danni reka sérkennilega gæludýraþjónustu og eru auk þess í sambandi við alþjóðlegan fálkaræningja og ætla að selja honum kjúklinga uppdubbaða sem fálkaunga fyrir stórfé. Eftir röð einkennilegra tilviljana eru þeir komnir í lögregluna og farnir að fylgjast með hegðun borgarbúa. Við löggæslustörfin lenda þeir félagar í ótrúlegustu ævintýrum, þeir eiga í útistöðum við glæpagengi sem samanstendur af eldri konum, komast í kast við næturdrottninguna og útigangsmann á Arnarhóli.

Framhald

breyta

Þráinn sagði það í mörgum viðtölum að á níunda áratugnum stóð það til að framleiða fleiri Líf-myndir eftir Löggulíf en að fjármagn hafi ekki fengist í það.

Árið 2008 var það tilkynnt að fjórða Líf-myndin væri á teikniborðinu þar sem að Gísli Örn Garðarsson myndi verða framleiðandi. Árið 2009 var myndinni gefið nafnið Heilbrigt líf og var sagt að myndin myndi fjalla um Þór og Danna að stunda heilsurækt. Þá var Gísli Örn Garðarsson ennþá framleiðandi og Karl Ágúst og Þráinn handritshöfundar. En ekkert fréttist við gerð myndarinnar eftir það.[2]

Árið 2013 vakti Þráinn aftur upp áhuga á að framleiða fjórðu Líf-myndina.[3]

Heimildir

breyta
  1. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. júní 2024.
  2. „Þór og Danni í heilsuræktina - Vísir“. visir.is. 12. apríl 2009. Sótt 20. júní 2024.
  3. „Þráinn íhugar nýja Lífs-mynd“. www.mbl.is. Sótt 20. júní 2024.