Ari Kristinsson (f. 16. apríl 1951) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður sem aðallega hefur fengist við kvikmyndatöku, en hefur líka leikstýrt barnamyndunum Stikkfrí (1997) og Pappírspésa (1990).

Ari hefur í gegnum árin tekið upp mikið af kvikmyndum eftir Friðrik Þór Friðriksson, meðal annars kvikmyndum á borð við Börn náttúrunnar, Bíódagar, Djöflaeyjan, Mamma Gógó og Á köldum klaka.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.