Gamanmynd eða grínmynd er tegund kvikmynda sem leggur mikla áherslu á kímni. Sögu gamanmynda má rekja til fyrstu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Gamanmyndir draga dám af gamanleikritum í leikhúsi. Á tímum þöglu myndanna voru ærslamyndir vinsælar, en með tilkomu talmynda var hægt að leggja meiri áherslu á fyndnar samræður. Margar gamanmyndir reiða sig á fræga gamanleikara og nokkrar frægar gamanmyndaraðir hafa verið framleiddar með sömu leikurum í aðalhlutverkum. Gamanmyndir skiptast í margar undirtegundir eins og rómantískar gamanmyndir, hasargrínmyndir, sketsamyndir, grínheimildamyndir, svartar gamanmyndir og táningamyndir.

Stilla úr gamanmynd með Buster Keaton frá 1922.
  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.