Líberland
45°46′00″N 18°52′00″A / 45.76667°N 18.86667°A
Frjálsa lýðveldið Líberland | |
Svobodná republika Liberland | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Žít a nechat žít (Tékkneska) Að lifa og láta lifa | |
Höfuðborg | Liberpolis |
Opinbert tungumál | Tékkneska Enska |
Stjórnarfar | Lýðveldi og að hluta beint lýðræði
|
Forseti | Vít Jedlička (stofnandi) |
Ósamþykkt | |
• Stofnað | 15. apríl 2015 |
Flatarmál • Samtals |
7 km² |
Mannfjöldi • Samtals (2015) • Þéttleiki byggðar |
30 – 40 /km² |
Gjaldmiðill | Líberland Merit (rafmynt) |
Tímabelti | UTC+1 (UTC+2 á sumrin) |
Landsnúmer | +422 (tillaga) |
Líberland, opinbert heiti Free Republic of Liberland, (tékkneska: Svobodná republika Liberland) er sjálfskipað örríki sem gerir tilkall til landsvæðis á vesturbakka Dónár á landamærum Króatíu og Serbíu og hefur landfræðileg landamæri að Króatíu.
Það var tékkneski anarkókapítalíski stjórnmálamaðurinn og aðgerðasinninn Vít Jedlička sem lýsti yfir sjálfstæði Líberlands 13. apríl 2015.[1][2]
Á opinberri vefsíðu landsins segir að það hafi verið stofnað á þessum stað vegna langvinns ósættis Króatíu og Serbíu um landamæri svæðisins, en það er eitt af mörgum sem ekki hefur náðst sátt um milli ríkja fyrverandi Júgóslavíu eftir borgarastyrjöldina þar. Samt eru nokkur svæði sem hvorugt ríkið hefur gert tilkall til og er það svæði sem Líberland er stofnað á eitt þeirra og er það jafnframt stærst þeirra svæða.[2][1]
Króatía og Serbía lokuðu landamærum sínum að Líberlandi í maí 2015 en Vít Jedlička hefur bent fólki á að notfæra sér að Dóná er alþjóðleg sigglingaleið til Svartahafs og því ætti öllum að vera frjálst að komast til landsins þá leiðina.[3]
Ekkert land viðurkennir Líberland en stofnandi þess segir að það uppfylli öll skilyrði Montevídeósáttmálans um fullveldi ríkja. Eitt af yfirlýstum stefnumálum Líberlands er að vera skattaparadís í Evrópu líkt og Mónakó og Liechtenstein.[4]
Stofnun ríkisins hlaut mjög mikla athygli strax í upphafi. Sem dæmi þá aðeins á fyrstu vikunni eftir að líst var yfir sjálfstæði skráðu sig og óskuðu eftir ríkisfangi 220 þúsund manns alstaðar af úr heiminum. Opinberi vefurinn var heimsóttur 1,2 miljón sinnum og 100 þúsund skráðu sig á Facebook-síðu þess.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Liberland.org - About Liberland“. liberland.org.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Nolan, Daniel. „Welcome to Liberland: Europe's Newest State“. Vice News. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. maí 2015. Sótt 19. maí 2015.
- ↑ „My Way News - Microstate tax haven in the Balkans? Not that easy“.
- ↑ „My Way News - Microstate tax haven in the Balkans? Not that easy“.
Tenglar
breyta- Tugþúsundir vilja búa í Líberland (skoðað 19. maí 2015)
- Opinber vefur Líberlands Geymt 12 apríl 2022 í Wayback Machine