A
fyrsti bókstafurinn í latneska stafrófinu
Íslenska stafrófið | |||||
---|---|---|---|---|---|
Aa | Áá | Bb | Dd | Ðð | Ee |
Éé | Ff | Gg | Hh | Ii | Íí |
Jj | Kk | Ll | Mm | Nn | Oo |
Óó | Pp | Rr | Ss | Tt | Uu |
Úú | Vv | Xx | Yy | Ýý | Þþ |
Ææ | Öö |
A (borið fram a) er fyrsti bókstafur fönikísks stafrófsins svo og flestra afkomenda þess, til að mynda þess latneska. A var þó ekki sérhljóði eins og í hinu víðnotaða latneska stafrófi, heldur tákn fyrir öndun. Þegar Grikkir tóku upp skrifmál breyttist þetta því að hljóðið hentaði ekki hljóðum grískrar tungu.
|
Bókstafurinn A þróaðist líklegast út frá híeróglýfum Egypta eða frum-semíska stafrófinu.
Egypsk híeróglýfa Uxahöfuð |
Frum-semískt Uxahöfuð |
Fönísk alefa | Grískt alfa | Forn-latneskt A | Latneskt A |
---|
Ýmsar merkingar bókstafsins
breyta- Í eðlisfræði,
- A er tákn fyrir amper.
- Í stjörnufræði,
- A stendur fyrir uppgötvanir gerðar á bilinu 1.-15. janúar, þ.e.a.s. bráðabirgðanöfn loftsteina og halastjarna eru samsett úr tölum og bókstöfum sem gefa til kynna hvenær þær fundust.
- a er oft notað til að tákna hálfan langás sporbrautar.
- Í lífefnafræði er A notað sem tákn fyrir alanín og adenósín.
- A er tákn fyrir stærð brjóstahaldara.
- A getur verið skammstöfun fyrir mánuðinn apríl.
- Í tónlist er A nóta.
- Í tölvunarfræði,
- <a> er merkið fyrir tengla í HTML.
- A er notað til sem einkunn, t.d. í skólum, þar sem A er hæsta einkunnin og F sú lægsta.
- A er notað til að tákna venjulega stærð rafhlaðna.
- A var 13. breiðskífa Jethro Tull.