64°07′45″N 21°55′09″V / 64.12917°N 21.91917°V / 64.12917; -21.91917

Þessi grein fjallar um bygginguna Perluna en „Perlan“ getur einnig átt við sanddæluskip. Til að sjá aðrar greinar má sjá greinina perla.
Útsýni frá Perlunni
Perlan úr lofti.

Perlan er bygging sem er staðsett efst á Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Arkitekt byggingarinnar var Ingimundur Sveinsson og var byggingin vígð 21. júní árið 1991. Perlan hvílir ofan á sex hitaveitugeymum sem rúma samtals 24 milljónir lítra af heitu vatni.

Starfsemi í Perlunni breyta

Á fyrstu hæð Perlunnar er safn sem kallast Jöklar og íshellir. Inni í einum tankinum er manngerður íshellir sem líkir eftir náttúrulegum íshelli, sem er hannað og byggt af Johan Larsson. Þar inni er 10 gráðu frost.

Aðrar sýningar eru: Náttúruminjasafn, Norðurljósasafn, Stjörnuver og Landið, Ströndin og Hafið.

Á fjórðu hæðinni er kaffihús, minjagripaverslun og útsýnispallur.

Á fimmtu hæðinni er veitingastaður og kaffihús sem er með útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann.

Tenglar breyta