Perlan
- Þessi grein fjallar um bygginguna Perluna en „Perlan“ getur einnig átt við sanddæluskip. Til að sjá aðrar greinar má sjá greinina perla.
Perlan er bygging sem er staðsett efst á Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Arkitekt byggingarinnar var Ingimundur Sveinsson og var byggingin vígð 21. júní árið 1991. Perlan hvílir ofan á sex hitaveitugeymum sem rúma samtals 24 milljónir lítra af heitu vatni.


Starfsemi í Perlunni Breyta
Á fyrstu hæð Perlunnar er safn sem kallast Jöklar og íshellir. Inni í einum tankinum er manngerður íshellir sem líkir eftir náttúrulegum íshelli, sem er hannað og byggt af Johan Larsson. Þar inni er 10 gráðu frost.
Aðrar sýningar eru: Náttúruminjasafn, Norðurljósasafn, Stjörnuver og Landið, Ströndin og Hafið.
Á fjórðu hæðinni er kaffihús, minjagripaverslun og útsýnispallur.
Á fimmtu hæðinni er veitingastaður og kaffihús sem er með útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann.
Tenglar Breyta
- Perlan Museum Official Website Geymt 2017-08-10 í Wayback Machine
- Út í bláinn Restaurant Geymt 2017-09-04 í Wayback Machine
- Kaffitár Café
- Rammagerðin gift shop