Flokkur
Lota
3
6 57
La
58
Ce
59
Pr
60
Nd
61
Pm
62
Sm
63
Eu
64
Gd
65
Tb
66
Dy
67
Ho
68
Er
69
Tm
70
Yb
71
Lu

Lantaníð eða lanþaníð eru hópur 15 sjaldgæfra jarðmálma, frá lantan til lútetín, með sætistölurnar 57 til 71. Lantaníðahópurinn er nefndur eftir lantan. Allir lantaníðar eru f-blokkar frumefni fyrir utan lútetín. Til eru aðrar framsetningar á lantaníðum sem innihalda ekki annað hvort lantan eða lútetín.

Lantaníðar eru efnafræðilega svipaðir hver öðrum, skandín og yttrín og einnig aktiníðum. Lantaníðar eru yfirleitt staðsettir fyrir neðan aðatöflu lotukerfisins rétt eins og neðanmálsgrein. Full framsetning á lotukerfinu sýnir stöðu lantaníða mun greinilegar.