Kína (menningarsvæði)

Landsvæði viðskiptalegra og menningarlegra tengsla, einkum Han-Kínverja

Kína (中国/中國; pinyin: Zhōngguó, Wade-Giles: Chung-kuo) er menningarsvæði á meginlandi Austur-Asíu ásamt nokkrum eyjum undan ströndinni sem síðan 1949 hefur verið skipt á milli Alþýðulýðveldisins Kína (nær yfir meginlandið auk Hong Kong og Makaó) og Lýðveldisins Kína (nær yfir Tævan auk nærliggjandi eyja). Höfuðborg Alþýðulýðveldisins er Beijing.

Kínversku keisaradæmin á mismunandi tímum

Kína er ein af elstu samfelldu siðmenningum á Jörðinni og ritkerfið sem þar var notað er það elsta sem var í sífelldri notkun. Saga þess hefur einkennst af stríði og friði til skiptis og blóðugum erjum mismunandi keisaraætta. Nýlendustefna Evrópumanna, innrás Japana og borgarastríð bitnaði illa á Kína á 19. og 20. öld og stuðlaði að núverandi skiptingu landsins.

Íbúar svæðisins telja vel yfir einn milljarð og eru flestir af þjóð Han-kínverja. Tungumál þeirra er kínverska sem notast að mestu við sama ritmálið en skiptist í margar talmáls-mállýskur. Að Kína liggja þrettán lönd; Víetnam, Laos, Myanmar, Indland, Pakistan, Kirgistan, Afghanistan, Kasakstan, Tadsjikistan, Rússland, Mongólía, Norður-Kórea og Nepal.

Tengt efni breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.