Þyngdarhröðun er hröðun sem frjáls hlutur verður fyrir í þyngdarsviði annars mun stærri hlutar, þegar þeir eru í tómarúmi. Ef hlutirnir eru hins vegar kyrrir miðað við hvorn annan er frekar talað um þyngdarkraftinn á milli þeirra. Þyngd hlutar er mælikvarði á þyngdarhröðun/-kraft.

Þyngdarlögmál Newtons gefur þyngdarkraft F milli tveggja hluta með massa m1 og m2 og í fjarlægð r frá hvor öðrum sem

þar sem G er þyngdarfastinn og hefur nálgunargildið G = 6,67 × 10−11 N m² kg-2. Þegar annar massinn er lítill í samanburði við hinn og nálægt yfirborði massameiri hlutarins þá er gerð sú nálgun að öll breyting á r er hlutfallslega lítil sem réttlætir að þessi jafna er oft skrifuð sem

þar sem g er kallað þyngdarhröðun hlutarins með massa m1 í þyngdarmætti massans m2 og hefur gildið

Á jörðinni hefur g meðalgildið 9,82 m/s².

Tengt efni:

breyta