Innanríkisráðuneyti Íslands

Innanríkisráðuneyti Íslands var eitt af 8 ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands frá 2011 til 2017. Æðsti yfirmaður innanríkisráðuneytis var innanríkisráðherra og æðsti embættismaður þess var ráðuneytisstjóri.

Innanríkisráðuneytið
Stofnár 2011[1]
Lagt niður 30. apríl 2017[2]
Ráðuneytisstjóri Ragnhildur Hjaltadóttir[3]
Fjárveiting 73.463,902015
Staðsetning Skuggasund
101 Reykjavík
Hafnarhúsið við Tryggvagötu
101 Reykjavík
Vefsíða

Ráðuneytið varð til með sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneytis og tók til starfa 1. janúar 2011[1]. Dómsmálaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komu í stað innanríkisráðuneytisins frá 1. maí 2017[2].

Ráðherrar

breyta
Ráðherra[4] Frá Til Flokkur Ráðuneyti
Áður dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Ögmundur Jónasson 1. janúar 2011 22. maí 2013 Vinstrihreyfingin – grænt framboð Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur
Hanna Birna Kristjánsdóttir 23. maí 2013 26. ágúst 2014 Sjálfstæðisflokkurinn Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Sagði af sér 21. nóvember 2014 og lét af störfum 4. desember sama ár.
26. ágúst 2014 4. desember 2014
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Starfandi dómsmálaráðherra frá 27. ágúst til 4. desember 2014. Framsóknarflokkurinn
  Ólöf Nordal 4. desember 2014 11. janúar 2017 Sjálfstæðisflokkurinn Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar
Tveir ráðherrar störfuðu undir innanríkisráðuneytinu fyrri hluta 2017, Sigríður Ásthildur Andersen (dómsmálaráðherra) og Jón Gunnarsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra). 11. janúar 2017 30. apríl 2017 Sjálfstæðisflokkurinn Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar
dómsmálaráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Innanríkisráðuneytið tekur til starfa 1. janúar 2011“. Sótt 3. janúar 2011.
  2. 2,0 2,1 „Forsetaæurskurður um skiptingu starfa ráðherra“. Sótt 19. júni 2017.
  3. „Innanríkisráðuneytið“. Sótt 3. janúar 2011.
  4. | Ríkisstjórnatal frá stofnun lýðveldis

Tenglar

breyta
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.