Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar

Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7. apríl 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands í kjölfar Wintrismálsins. Hún er mynduð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum og hefur hvor flokkur 19 menn á þingi. Fáar breytingar urðu á ráðherraembættum frá fyrri ríkisstjórn, en Gunnar Bragi Sveinsson tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga og Lilja Alfreðsdóttir varð utanríkisráðherra í stað hans. Daginn eftir þingkosningarnar þann 29. október 2016 skilaði Sigurður Ingi Jóhannsson umboði sínu til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og baðst lausnar fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Stjórnin átti síðan eftir að sitja sem minnihluta starfsstjórn til 11. janúar 2017 þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði stjórn með flokkum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Ráðherraskipan[1]

breyta
Nafn Ráðherra Ráðuneyti Flokkur
Sigurður Ingi Jóhannsson Forsætisráðherra Forsætisráðuneyti Íslands B
Lilja Alfreðsdóttir Utanríkisráðherra Utanríkisráðuneyti Íslands B
Bjarni Benediktsson Fjármálasráðherra Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands D
Ólöf Nordal Innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Íslands D
Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands B
Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra D
Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlindaráðherra Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Íslands B
Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands D
Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra Velferðarráðuneyti Íslands B
Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra D

Heimildir

breyta
  1. | Forsetaæurskurður um skiptingu starfa ráðherra