Rínarland-Pfalz

eitt af 16 sambandslöndum Þýskalands
Fáni Rínarlands-Pfalz Skjaldarmerki Rínarlands-Pfalz
Flagge von Hessen
Landeswappen Hessens
Upplýsingar
Höfuðstaður: Mainz
Stofnun: 30. ágúst 1946
Flatarmál: 19.854,21 km²
Mannfjöldi: 4,1 milljón (2021)
Þéttleiki byggðar: 202/km²
Vefsíða: rlp.de
Stjórnarfar
Forsætisráðherra: Maria Luise „Malu“ Dreyer (SPD)
Lega
Germany Laender Rheinland-Pfalz.png

Rínarland-Pfalz (þýska: Rheinland-Pfalz) er níunda stærsta sambandsland Þýskalands. Það liggur í suðvestri landsins og á landamæri að Frakklandi í suðri, Lúxemborg í vestri og Belgíu í norðvestri. Auk þess er Norðurrín-Vestfalía fyrir norðan, Hessen fyrir austan, Baden-Württemberg fyrir suðaustan og Saarland fyrir suðvestan. Íbúafjöldinn er 4,1 milljón (2021) og er Rínarland-Pfalz þar með sjötta fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Höfuðborgin er Mainz við Rínarfljót. Meðal landfræðilegra perla sambandslandsins má nefna Móseldalinn, Rínarfljót, fjalllendið Eifel og gamla keisaraborgin Speyer.

Fáni og skjaldarmerkiBreyta

Skjaldarmerkið er þrískipt. Neðst er gult ljón á svörtum grunni en það er merki Pfalz sem upprunnið er úr Staufen-ættinni. Til hægri er hvítt hjól á rauðum grunni, en það er merki Mainz. Til hægri er kross heilags Georgs en það var merki Trier. Skjaldarmerki þetta var formlega tekið upp 1948, tveimur árum eftir að Rheinland-Pfalz var stofnað sem sambandsland. Fáninn er eins og þýski þjóðfáninn en efst í vinstra horninu er skjaldarmerkið.

OrðsifjarBreyta

Rheinland er þýska heitið á Rínarlandi sem teygir sig norður inn í Norðurrín-Vestfalíu meðfram Rínarfljóti. Orðið Pfalz er tekið að láni frá samnefndu kjörfurstadæmi sem var við lýði á tímum þýska ríkisins en var lagt niður á Napoleonstímanum. Pfalz merkir keisarasetur.[1]

SöguágripBreyta

  • Við lok miðalda voru aðallega þrjú héruð á núverandi svæði sambandslandsins: Biskupsstóllinn Trier, biskupsstóllinn Mainz og og Pfalz. Öll þrjú svæðin voru stjórnuð af kjörfursta í þýska ríkinu. Í Trier og Mainz voru það biskupar.
  • 1688-97 geysaði 9 ára stríðið í Evrópu, en í Þýskalandi er stríðið kallað erfðastríðið í Pfalz. Í stríðinu réðist Loðvík XIV inn í Rínarlöndin og hafði það gríðarlega eyðileggingu í för með sér.
  • 1793 lýsti Mainz yfir lýðveldi í skjóli frönsku byltingarinnar, fyrsta lýðveldið á þýskri grundu. Nokkrum árum seinna innlimaði Napoleon Trier og Pfalz Frakklandi. Eftir fall Napoleons var héraðinu skipt milli ýmissa nágrannahéraða.
  • 1918 hertóku Frakkar Rheinland eftir tap Þjóðverja í heimstyrjöldinni fyrri og héldu til 1930.
  • 1945 hertóku Bandaríkjamenn og Frakkar svæðið, sem varð hluti af franska hernámssvæðinu. 1946 stofnuðu Frakkar sambandslandið Rínarland-Pfalz.
  • 2021 urðu hamfaraflóð og meira en 100 létust í Rínarlöndum.

BorgirBreyta

 
Móseldalurinn er í Rínarlandi-Pfalz

Stærstu borgir Rínarlands-Pfalz (31. desember 2013):

Röð Borg Íbúafjöldi Ath.
1 Mainz 204 þúsund Höfuðborg sambandslandsins
2 Ludwigshafen 162 þúsund
3 Koblenz 111 þúsund
4 Trier 107 þúsund
5 Kaiserslautern 97 þúsund
6 Worms 80 þúsund

TilvísanirBreyta

  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 223 og 211.

HeimildirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist