Landvernd
Landvernd eru frjáls félagasamtök sem standa vörð um íslenska náttúru. Samtökin taka þátt í stefnumótun, fræðslu og ákvarðnatöku í málum sem snerta t.d. landnotkun, auðlindir og umhverfi á Íslandi.
Félagsmenn Landverndar eru rúmlega 6.000 en 40 félög eiga aðild að samtökunum.[1]
Markmið Landverndar eru:[2]
- Verndun náttúru og umhverfis Íslands á landi, í legi og í lofti svo þeim verði sem minnst spillt, okkur og komandi kynslóðum til handa.
- Endurreisn spilltrar náttúru, náttúrugæða og umhverfis með þeim hætti er hæfir sem best náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu.
- Sjálfbær umgengni þjóðarinnar heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.
- Virk þátttaka Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál, þar sem þekkingu og reynslu er miðlað og leitað leiða til úrbóta.
Stefnumál Landverndar
breytaHelstu stefnumál samtakanna eru náttúruvernd, loftslagsmál og sjálfbært samfélag.[3]
Sjálfbært samfélag
breytaSjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Á tímum sem nú er sjaldan ef nokkurn tímann jafn mikilvægt að fræða almenning um það hvernig hægt er að byggja upp sjálfbær samfélög út um allt land. Landvernd vill að dregið sé úr sóun og að Íslendingar verði meðvitaðir um eigið fótspor á kostnað annarra. Samtökin vilja vekja fólk til vitundar um neyslu svo að það endurhugsi framtíðina.[4]
Loftslagsmál
breytaLandvernd vill að Ísland verði kolefnishlutlaust ríki sem allra fyrst. Samtökin telja einnig að ganga megi lengra og borga til baka kolefnisskuldir með því að binda kolefni umfram kolefnishlutleysi (net negative emissions).[1]
„Við þurfum að endurhugsa hvernig við sem mannkyn ætlum að lifa lífinu. Við þurfum að sleppa því sem er óþarfi og minnka neyslu, henda minna og sóa minna. Við þurfum að gera minna af því sem veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Það þarf að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins og kol, og olíu... Það þarf að draga úr mengandi iðnaði, eins og stóriðju og fyrirtæki þurfa að framleiða mat og vörur á þann hátt að það skaði ekki lofthjúpinn og náttúruna“.[5]
Náttúruvernd
breytaMeginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda. Íslendingar eru vörslumenn um 42% víðerna Evrópu og má finna villtustu prósent víðerna hér á landi. Nú þegar er búið að raska um helmingi af virkjanlegum háhitasvæðum á landinu og fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Beint og óbeint tjón á náttúru Íslands vegna þessa er mikið og að stórum hluta óafturkræft. Lög um náttúruvernd kveða á um að vernda Íslenska náttúru. Landvernd krefst þess að þessum lögum sé fylgt.[6]
„Hálendið er í alla staði verðmætara villt en virkjað“. - Snorri Baldursson, fyrrum formaður Landverndar
Skólar á grænni grein
breytaLandvernd hefur umsjón með Skólum á grænni grein sem er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni. Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu og hafa áhrif. 200 skólar á Íslandi taka þátt í verkefninu en á heimsvísu má finna verkefnið í 67 löndum víðsvegar um heim. Verkefnið menntar nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd og byggir það á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.[7]
- efla menntun til sjálfbærni og styðja skólana við að framfylgja tilmælum heimsmarkmiða og aðalnámskrár þar um.
- veita nemendum menntun, hæfni og getu til aðgerða til að takast á við málefni sjálfbærrar þróunar.
- skólinn gefi nemendum tækifæri til þess að vera virkir í umhverfis- og sjálfbærnimálum, vinna með eigin hugmyndir og hafa áhrif á samfélag sitt.
- efla nemendalýðræði, gagnrýna hugsun, hnattræna vitund, sköpun og samfélagskennd.
- minnka vistspor skólans, nemenda og starfsfólks með viðeigandi aðgerðum.
Sagan
breytaLandvernd var stofnuð árið 1969. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 til 2017.[9] Tryggvi Felixson var formaður til ársins 2023.
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ „Hvað er Landvernd“. Sótt 29. september 2023.
- ↑ „Lög Landverndar, regluverk og markmið samtakanna“. Landvernd. 17. maí 2012. Sótt 29. september 2023.
- ↑ „Stefna Landverndar 2019-2021“. Landvernd. 3. október 2019. Sótt 22. nóvember 2021.
- ↑ „Stefna Landverndar 2019-2021“. Landvernd. 3. október 2019. Sótt 29. september 2023.
- ↑ Loftslagsbreytingar og valdefling - örfræðsla Skóla á grænni grein, sótt 29. september 2023
- ↑ „Af hverju náttúruvernd?“. Landvernd. 2. desember 2019. Sótt 29. september 2023.
- ↑ „Hvað er Landvernd? - Verndaðu náttúruna með Landvernd“. Landvernd. Sótt 29. september 2023.
- ↑ „Grænfáninn“. Menntun til sjálfbærni. Sótt 29. september 2023.
- ↑ „Skiptir miklu máli að vera fyrstur“, Morgunblaðið, 30. nóvember 2017.