Landvernd

Landvernd landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök eru frjáls félagasamtök sem taka þátt í stefnumótun, fræðslu og ákvarðnatöku í málum sem snerta landnotkun, auðlindir og umhverfi á Íslandi. Félagsmenn Landverndar eru rúmlega 4.900 en 44 félög eiga aðild að henni.[1] Markmið samtakanna eru að vernda íslenska náttúru og umhverfi, endurreisa spillta náttúru, efla sjálfbærni þjóðarinnar heima við og á heimsvísu og styðja virka þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi um umhverfismál.[2]

Helstu stefnumál samtakanna snúa að náttúruvernd, loftslagsmálum og sjálfbæru samfélagi.[3]

SaganBreyta

Samtökin voru stofnuð árið 1969.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 til 2017.[4] Tryggvi Felixson er formaður.

TenglarBreyta

HeimildirBreyta

  1. „Hvað er Landvernd“. Sótt 30. nóvember 2017.
  2. „Markmið > Landvernd > Síður“. Sótt 30. nóvember 2017.
  3. „Stefna Landverndar 2019-2021“. Landvernd . 3. október 2019. Sótt 22. nóvember 2021.
  4. Skipt­ir miklu máli að vera fyrst­ur“, Morgunblaðið, 30. nóvember 2017.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.