Samstarfsráðherra Norðurlanda

Samstarfsráðherra Norðurlanda er sá ráðherra í ríkisstjórnum Norðurlandanna sem fer með ábyrgð á norræna ríkisstjórnarsamstarfinu innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra hvers lands.

Samstarfsráðherrarnir mynda stjórn norræna ríkisstjórnarsamstarfsins og taka stefnumótandi ákvarðanir. Formennska er í höndum samstarfsráðherra þess lands sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hverju sinni.

Samstarfráðherrarnir svara spurningum norrænna þingmanna um Norðurlandasamstarfið í fyrirspurnartímum á árlegu þingi Norðurlandaráðs.

Samstarfstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Íslands er Katrín Jakobsdóttir.

Tenglar

breyta