New York-fylki
Fylki í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá New York (fylki))
New York er ríki á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkið liggur að Pennsylvaníu og New Jersey í suðri, Connecticut, Massachusetts og Vermont í austri, Kanada og Ontario-vatni í norðri og Kanada og Erie-vatni í vestri.
New York | |||||||||||
| |||||||||||
Opinbert tungumál | Ekkert | ||||||||||
Nafn íbúa | New Yorker | ||||||||||
Höfuðborg | Albany | ||||||||||
Stærsta Borg | New York-borg | ||||||||||
Stærsta stórborgarsvæði | New York-stórborgarsvæðið | ||||||||||
Flatarmál | 27. stærsta í BNA | ||||||||||
- Alls | 141.299 km² | ||||||||||
- Breidd | 455 km | ||||||||||
- Lengd | 530 km | ||||||||||
- % vatn | 13,3 | ||||||||||
- Breiddargráða | 40° 30′ N til 45° 1′ N | ||||||||||
- Lengdargráða | 71° 51′ V til 79° 46′ V | ||||||||||
Íbúafjöldi | 3. fjölmennasta í BNA | ||||||||||
- Alls | 20.200.000 (áætlað 2020) | ||||||||||
- Þéttleiki byggðar | 137/km² 7. þéttbyggðasta í BNA | ||||||||||
Hæð yfir sjávarmáli | |||||||||||
- Hæsti punktur | Mount Marcy 1.629 m | ||||||||||
- Meðalhæð | 305 m | ||||||||||
- Lægsti punktur | Atlantshafið 0 m | ||||||||||
Varð opinbert fylki | 26. júlí 1788 (11. fylkið) | ||||||||||
Ríkisstjóri | Kathy Hochul (D) | ||||||||||
Vararíkisstjóri | Andrea Stewart-Cousins (D) | ||||||||||
Öldungadeildarþingmenn | Chuck Schumer (D) Kirsten Gillibrand (D) | ||||||||||
Fulltrúadeildarþingmenn | 21 Demókratar, 5 Repúblikanar | ||||||||||
Tímabelti | Eastern: UTC-5/-4 | ||||||||||
Styttingar | NY US-NY | ||||||||||
Vefsíða | www.ny.gov |
Höfuðborg ríkisins er Albany en stærsta borgin er New York. Hún er jafnframt fjölmennasta borg Bandaríkjanna. Aðrar mikilvægar borgir eru Buffalo, Rochester, Syracuse, Ithaca, Yonkers, Binghamton og White Plains. Í ríkinu búa um 20,2 milljónir manna (2020).