Fólkaflokkurinn (færeyska: Fólkaflokkurin eða Hin føroyski fólkaflokkurin) er færeyskur stjórnmálaflokkur, stofnaður árið 1939 undir nafninu Vinnuflokkurin. Stefna flokksins er frjálslyndisstefna, íhaldsstefna og sjálfstæði færeyja. Flokkurinn er á Færeyska lögþinginu. Flokkurinn er einn af fjóru stóru flokkunum, síðan í kosningunum 2008 þegar að flokkurinn fékk sjö sæti í Lögþinginu.

Fólkaflokkurinn
Formaður Jørgen Niclasen
Stofnár 1939
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálslyndisstefna, íhaldsstefna og sjálfstæði færeyja.
Færeyska lögþingið
Vefsíða http://www.folkaflokkurin.fo/

Flokkurinn hefur stutt aukið sjálfstæði Færeyja en árið 1998 samþykktu þeir stefnu um fullt sjálfstæði færeyja í stefnuyfirlýsingu meirihlutans ásamt Þjóðveldisflokkinum og Sjálfstjórnarflokknum. Síðan árið 2004, fyrir utan stutt tímabil árið 2008, hefur flokkurinn verið í meirihlutastjórn Jóannes Eidesgaard og síðar Kaj Leo Johannesen með Sambandsflokkinum og Jafnaðarflokkinum sem vilja halda pólitísku jafnvægi á milli Færeyja og Danmerkur.

Þegar að formaðurinn Anfinn Kallsberg ákvað að bjóða sig ekki fram til endurkjörs hófst ný kosningabarátta. Tveir buðu sig fram, Jørgen Niclasen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Bjarni Djurholm núverandi viðskipta og iðnaðaráðherra. Kosningin 2. ágúst 2007 endaði með meirihlutaatkvæða Jørgen Niclasen sem gerði hann að formanni flokksins.

Flokkurinn er meðlimur Alþjóðlega Demókratíska sambandsins.

Saga breyta

Flokkurinn var stofnaður árið 1939 sem Vinnuflokkurinn.[1] Flokkurinn er afsprengi sjálfstjórnarflokksins vegna ósættis um breytingar á lögum um landréttindi.[2] Hinn nýstofnaði flokkur hélt stefnu um hagfræðilega frjálslyndistefnu og félagslegri íhaldstjórn með markhóp á fiskiðnaðinn og einkafyrirtæki. Hagfræðiáætlun flokksins var að nýta auðlindir þjóðarinnar til að minnka þörfina fyrir samvinnu eyjanna við Danmörk. Flokkurinn fékk sitt núverandi nafn árið 1940.[1]

Flokkurinn fór í meirihlutasamstarf við Jafnaðarflokkinn árið 1990 sem braut hringrás hægri-miðju og vinstri-miðju meirihluta.[3] Flokkurinn hætti í samstarfinu árið 1993 og var skipt út fyrir vinstri sinnaða flokka. Í kosningunum 1994 tapaði flokkurinn fjórðung atkvæða og var enn í minnihluta. Flokkurinn fór þó aftur í meirihlutastjórn árið 1996 með Sambandsflokknum, Sjálfstjórnarflokknum og Verkamannafylkingingunni.[3]

Í kosningunum 1998 komst flokkurinn aftur í sömu stöðu og fyrir árið 1994 og fór í meirihlutastjórn með Þjóðveldisflokkinum og Sjálfstjórnarflokknum,[4] þar sem flokkurinn samþykkti stefnu um að sækjast eftir fullu sjálfstæði. Sjálfstæðisáætlun meirihlutans mistókst árið 2001 þegar Danmörk hótaði að enda öllum fjárstuðningi mun fyrr en búist var við. Í næstu kosningum var flokkurinn enn með 21% atkvæða og var í endurnýjuðum meirihluta þar sem Miðflokkurinn kom nýr inn í stjórnarsamstarfið.[5]

Flokkurinn náði sæti í Þjóðþingi Danmerkur árið 2005, en tapaði því aftur í kosningunum árið 2007. Í lögþingskosningunum 2008 vann flokkurinn 20,1% atkvæða og 7 sæti af 33.

Formenn breyta

Lögmenn breyta

Niðurstöður kosninga breyta

Kosning Atkvæði % Þingsæti Sæti
1940 24.7 6 þriðja
1943 41.5   12   fyrsta  
1945 43.4   11   fyrsta
1946 40.9   8   fyrsta
1950 32.3   8 fyrsta
1954 20.9   6   þriðja  
1958 17.8   5 fjórða  
1962 20.2   6   fjórða
1966 21.6   6 þriðja  
1970 20.0   5   fjórða  
1974 20.5   5 þriðja  
1978 17.9   6   fjórða  
1980 18.9   6 fjórða
1984 21.6   7   annað  
1988 23.2   8   fyrsta  
1990 21.9   7   annað  
1994 16.0   6   annað
1998 21.3   8   þriðja  
2002 20.8   7   fjórða  
2004 20.6   7 fjórða
2008 20.1   7 þriðja  


Heimildir breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Ackrén, Maria. „The Faroe Islands: Options for Independence“ (PDF). Island Studies Journal. 1 (2): 223–238. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. júlí 2011.
  2. Wylie (1987), p. 170
  3. 3,0 3,1 Love et al (2003), p. 146
  4. Love et al (2003), p. 146–7
  5. Love et al (2003), p. 147