Alícante

Alícante (valensíska: Alacant) er borg í Alícantehéraði á Costa Blanca ströndinni og höfuðborg héraðsins. Borgin og samnefnt hérað er eru í suðurhluta Sjálfstjórnarhéraðs Valencía á Miðjarðarhafsströnd Spánar.

Höfnin í Alícante

Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 331 þúsund árið 2016 en á stórborgarsvæðinu búa rúmlega 757 þúsund manns. Atvinnulíf í Alícante byggist á ferðamönnum og vínframleiðslu en auk þess er flutt þaðan út ólífuolía og ávextir.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.