Albert Einstein
Albert Einstein (14. mars 1879 í Ulm í Bæjaralandi, Þýskalandi – 18. apríl 1969 Princeton, New Jersey, Bandaríkjunum) var kennilegur eðlisfræðingur. Hann fæddist í Ulm, Þýskalandi og var af gyðingaættum. Foreldrar hans hétu Pauline og Hermann. Hann er einn af best þekktu vísindamönnum 20. aldarinnar. Hann lagði til afstæðiskenninguna — sem er líklega hans þekktasta verk — og höfðu rannsóknir hans einnig mikil áhrif á skammtafræði, safneðlisfræði og heimsfræði. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1921 fyrir rannsóknir sínar á ljóshrifum sem hann birti árið 1905 (Annus Mirabilis; þetta sama ár komu út þrjár greinar eftir hann, en hver þeirra olli straumhvörfum í eðlisfræði) og verðlaun fyrir „þjónustu sína við kennilega eðlisfræði“.
Líf og störf
breytaEinstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum vegna seinþroska síns. Sem barn lærði hann seint að tala, var lítt gefinn fyrir stríðsleiki og leiddist í skóla.
Ungur að árum gerðist Einstein svissneskur ríkisborgari, en í Sviss nam hann stærðfræði og eðlisfræði. Árið 1902 fær hann vinnu á einkaleyfaskrifstofu í Bern, þar sem hann vann til 1909 meðan hann lagði drög að kenningum sínum í frístundum. Árið 1911 fékk Einstein prófessorsstöðu í Prag og síðan í Zürich og Berlín. Hann starfaði innan háskóla þaðan í frá. Árið 1905 birti Einstein þrjár merkilegar ritgerðir. Ein þeirra hét „Um rafsegulfræði hluta á hreyfingu“ en í henni setti hann fram takmörkuðu afstæðiskenninguna. Takmarkaða afstæðiskenningin segir fyrir um það að massi hluta fari eftir hraða þeirra. Árið 1916 birti Einstein almennu afstæðiskenninguna í nokkrum ritgerðum. 1919 var kenningin staðfest með frægri athugun, við sólmyrkva, á sveigju ljóss sem berst frá fjarlægri stjörnu, vegna þyngdarafls sólar. 1921 fékk Einstein Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til eðlisfræðinnar. Einstein var af Gyðingaættum og hrökklaðist frá Þýskalandi nasismans til Princeton í Bandaríkjunum árið 1933. Þar bjó hann til dauðadags.
Hann giftist serbneskri unnustu sinni, Milevu Marić, 1903, en þau skildu 1919. Þau eignuðust þrjú börn saman, stúlkuna Liserl (1902- ?), sem var gefin til ættleiðingar og dó úr skarlatssótt, synina Hans Albert (1904-1973) og Eduard Tete (1910-1965). Hans Albert varð prófessor í verkfræði við Berkeley-háskólann, en Eduard þjáðist af geðklofa. Mileva nam stærðfræði og eðlisfræði, en þau Einstein unnu saman að rannsóknum, þó ekki séu til heimildir fyrir því að Mileva hafi með beinum hætti komið að Nóbelsverðlaunagreininni né Afstæðiskenningunni. Einstein giftist náfrænku sinni Elsu 1919, en hún átti fyrir tvær dætur, sem þau ólu upp saman.
Afstæðiskenningin
breytaAðalgrein: Afstæðiskenningin
Afstæðiskenning Einsteins er yfirleitt sett fram í tvennu lagi eins og hann gerði raunar líka þegar hann birti hugmyndir sínar. Er þá talað um takmörkuðu afstæðiskenninguna annars vegar og hins vegar um almennu afstæðiskenninguna. Kjarna fyrri kenningarinnar birti Einstein í einni tímaritsgrein árið 1905 en hann lauk við að birta meginatriði almennu kenningarinnar árið 1916. Í takmörkuðu kenningunni er megináhersla lögð á ljósið og hluti sem nálgast ljóshraða en í þeirri almennu eru þyngdarkraftar líka teknir með í reikninginn og meðal annars lýst þeim áhrifum sem þeir hafa á rúmið. Kenning sú er ófullkomin þegar maður nýtir hana við tilfelli sem gerast undir smæð atóms, en þar hættir hún að virka. Skammtafræðikenningin á að leysa þann vanda, en Einstein sjálfur átti nokkurn þátt í uppbyggingu hennar. Vísindamönnum hefur gengið illa að samvefja þessar tvær kenningar, en þegar það tekst munu þeir líklega kalla þá kenningu "Kenninguna um Allt".
Tenglar
breyta- Verk eftir Albert Einstein hjá Project Gutenberg
- Nobel Prize in Physics: The Nobel Prize in Physics 1921 Geymt 17 febrúar 2004 í Wayback Machine—Albert Einstein Geymt 14 febrúar 2004 í Wayback Machine
- Annalen der Physik: Works by Einstein Geymt 28 nóvember 2005 í Wayback Machine digitalized at The University of Applied Sciences in Jena (Fachhochschule Jena)
- S. Morgan Friedman, "Albert Einstein Online Geymt 3 september 2008 í Wayback Machine"—Comprehensive listing of online resources about Einstein.
- TIME magazine 100: Albert Einstein Geymt 25 nóvember 2005 í Wayback Machine
- Audio excerpts of famous speeches: E=mc2 and relativity[óvirkur tengill], Impossibility of atomic energy Geymt 15 apríl 2005 í Library of Congress Web Archives, arms race Geymt 15 apríl 2005 í Library of Congress Web Archives (From Time magazine archives)
- Snið:MacTutor Biography
- Leiden University: Einstein Archive
- PBS: Einstein's letter to Roosevelt Geymt 24 desember 2005 í Wayback Machine
- PBS NOVA—Einstein
- PBS Einstein's wife: Mileva Maric
- FBI: FBI files—investigation regarding affiliation with the Communist Party
- University of Frankfurt: Einstein family pictures Geymt 8 nóvember 2005 í Wayback Machine
- Salon.com: Did Einstein cheat?[óvirkur tengill]
- Albert Einstein Biography from "German-American corner: History and Heritage" Geymt 23 nóvember 2005 í Wayback Machine
- Official Einstein Archives OnlineGeymt 11 ágúst 2011 í Wayback Machine
- Einstein's Manuscripts Geymt 24 nóvember 2005 í Wayback Machine
- Albert Einstein Archive
- Einstein Papers Project
- Max Planck Institute: Living Einstein Geymt 12 febrúar 2004 í Wayback Machine
- American Institute of Physics: Albert Einstein Geymt 25 nóvember 2005 í Wayback Machine includes his life and work, audio files and full site available as a downloadable PDF for classroom use
- American Museum of Natural History: Albert Einstein
- The Albert Einstein Institution
- The Economist: "100 years of Einstein"
- Einstein@Home:Distributed computing project searching for gravitational waves predicted by Einstein's theories[óvirkur tengill]
- World Year of Physics 2005 A celebration of Einstein's Miracle Year
- The Guardian: Einstein's pacifist dilemma revealed
- Why socialism? - Albert Einstein, Monthly review, 1949-05 (original manuscript Geymt 10 apríl 2008 í Wayback Machine).
- Einstein's theory of relativity, in words of four letters or fewer
- Rabindranath Tagore's Conversation with Einstein
- Protest against the suppression of Hebrew in the Soviet Union 1930-1931
- Einstein on Race Geymt 24 nóvember 2005 í Wayback Machine
Íslenskir tenglar
breyta- Guð leikur sér ekki að teningum; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1979
- Frumlegasti hugsuður aldarinnar; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1979
- Einsteinsbréfið; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965
- Vísindi og trú; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1972
- Er eitthvað bogið við veröldina?; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1994
- Alheimurinn líkist fremur hugsun en efni; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1958