Skarlatssótt
Skarlatssótt (fræðiheiti: febris scarlatina) er bakteríu-smitsjúkdómur með skamman meðgöngutíma og allvaranlegt eftiráónæmi.
Helstu einkenni eru hár hiti, hálsbólga og blárauðir flekkir um líkamann. Sumar heimildir telja að skarlatssótt hafi gengið sem landfarsótt hér á landi árið 1787 og 1788.
Ekki hefur tekist að þróa bólusetningu við sjúkdóminum en með tilkomu sýklalyfja varð hann viðráðanlegur.