Donald Tusk

Forsætisráðherra Póllands og forseti Evrópska ráðsins
(Endurbeint frá Donald Franciszek Tusk)

Donald Franciszek Tusk (f. 22. apríl 1957 í Gdańsk) er pólskur stjórnmálamaður sem er núverandi forsætisráðherra Póllands og formaður Borgaraflokksins (pólska: Platforma Obywatelska). Hann tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember 2023 en gegndi því áður frá 16. nóvember 2007 til 22. september 2014. Tusk var jafnframt forseti evrópska ráðsins frá árinu 2014 til ársins 2019.

Donald Tusk
Tusk árið 2019.
Forsætisráðherra Póllands
Núverandi
Tók við embætti
13. desember 2023
ForsetiAndrzej Duda
ForveriMateusz Morawiecki
Í embætti
16. nóvember 2007 – 22. september 2014
ForsetiLech Kaczyński
Bronisław Komorowski
ForveriJarosław Kaczyński
EftirmaðurEwa Kopacz
Forseti evrópska ráðsins
Í embætti
1. desember 2014 – 30. nóvember 2019
ForveriHerman Van Rompuy
EftirmaðurCharles Michel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. apríl 1957 (1957-04-22) (67 ára)
Gdańsk, Póllandi
ÞjóðerniPólskur
StjórnmálaflokkurBorgaraflokkurinn (2001–)
MakiMałgorzata Sochacka (g. 1978)
Börn2
HáskóliHáskólinn í Gdańsk
VerðlaunKarlsverðlaunin (2010)
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Tusk hefur verið virkur í pólskum stjórnmálum frá byrjun tíunda áratugarins. Hann hefur stofnað nokkra stjórnmálaflokka og hefur gegnt kjörnum embættum nánast samfellt frá árinu 1991. Tusk var einn af stofnendum Frjálslynda lýðræðisráðsins (pólska: Kongres Liberalno-Demokratyczny, KLD), miðhægriflokks sem beitti sér fyrir markaðsfrelsi. Hann var kjörinn á neðri deild pólska þingsins árið 1991 en tapaði þingsæti sínu eftir að lýðræðisráðið galt afhroð í kosningum árið 1993. Árið 1994 sameinaðist lýðræðisráðið pólska Lýðræðisbandalaginu og myndaði með því Frelsisbandalagið. Árið 1997 var Tusk kjörinn á efri deild þingsins og varð varaforseti þess. Árið 2001 tók hann þátt í stofnun nýs miðhægriflokks, Borgaraflokksins, var aftur kjörinn á neðri þingdeildina og varð varaforseti hennar.[1]

Tusk gaf kost á sér í forsetakosningum Póllands árið 2005 en tapaði í seinni umferð fyrir Lech Kaczyński.[2] Tusk var kjörinn forsætisráðherra árið 2007 og var endurkjörinn eftir þingkosningar árið 2011. Hann var fyrsti forsætisráðherra Póllands sem hlaut endurkjör frá því að kommúnistastjórn landsins leið undir lok.[3]

Árið 2014 var Tusk kjörinn forseti evrópska ráðsins. Tusk sagði af sér sem forsætisráðherra Póllands til að taka við evrópska forsetaembættinu og hafði þá setið lengur en nokkur annar forsætisráðherra þriðja pólska lýðveldisins. Tusk var endurkjörinn forseti evrópska ráðsins árið 2017 þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórnarinnar í Póllandi, sem þá var skipuð andstæðingum Tusks úr íhaldsflokknum Lögum og réttlæti. Öll aðildarríki ESB að Póllandi undanskildu greiddu atkvæði með endurkjöri Tusks.[4]

Eftir að embættistíð Tusks sem forseta evrópska ráðsins lauk árið 2019 sneri hann sér aftur að innanlandspólitík í Póllandi. Tusk leiddi Borgaraflokkinn á ný í þingkosningum Póllands árið 2023. Í þeim kosningum lenti Borgaraflokkurinn í öðru sæti á eftir Lögum og réttlæti en sameinuð stjórnarandstaða flokksins og tveggja annarra flokka vann meirihluta á þinginu.[5] Tusk var kjörinn forsætisráðherra Póllands á ný af pólska þinginu þann 11. desember 2023.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. „Donald Tusk“. Sótt 4. september 2014.
  2. „Íhaldsmaður og tortrygginn í garð ESB“. Morgunblaðið. 25. október 2005. bls. 18.
  3. „PSL want to continue coalition in next year's general election“. Polskie Radio. 18. nóvember 2010. Sótt 4. september 2018.
  4. „Tusk endurkjörinn“. mbl.is. 9. mars 2017. Sótt 18. október 2023.
  5. „Frjálslyndir ná meirihluta í Póllandi“. mbl.is. 16. október 2023. Sótt 18. október 2023.
  6. Kolbeinn Tumi Daðason (11. desember 2023). „Donald Tusk kjörinn for­sætis­ráð­herra“. Vísir. Sótt 12. desember 2023.


Fyrirrennari:
Jarosław Kaczyński
Forsætisráðherra Póllands
(16. nóvember 200722. september 2014)
Eftirmaður:
Ewa Kopacz
Fyrirrennari:
Herman Van Rompuy
Forseti evrópska ráðsins
(1. desember 201430. nóvember 2019)
Eftirmaður:
Charles Michel
Fyrirrennari:
Mateusz Morawiecki
Forsætisráðherra Póllands
(13. desember 2023 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.