Forsætisráðherra Póllands

Forseti pólska þingmannaráðsins (pólska: Prezes Rady Ministrów) eða í daglegu tali forsætisráðherra Póllands (pólska: Premier Polski) er leiðtogi stjórnarráðs og ríkisstjórnar Póllands. Núverandi ábyrgð og skyldur stöðu forsætisráðherrans eiga uppruna sinn í stofnun Þriðja pólska lýðveldisins. Staðan er skilgreind stjórnarskránni 1997. Samkvæmt henni skipar forseti Póllands forsætisráðherra í embætti, sem skipar sjálfur meðlimi stjórnaráðsins í embætti. Fjórtan dögum eftir skipun sína verður forsætisráðherrann að kynna stefnumál ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem verða að vera samþykkt með traustsyfirlýsingu.

Donald Tusk, 2023

Embætti forsætisráðherrans er víða talið valdamesta staðan í pólskum stjórnmálum, þar sem embætti forsetans er að mestu leyti táknrænt. Deilur hafa engu að síðar orðið til úr skoðanamuni embætanna tveggja í fortíðinni.

Núverandi forsætisráðherra Póllands er Donald Tusk.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.