Lech Kaczyński

Forseti Póllands (1949-2010)

Lech Aleksander Kaczyński (18. júní 1949 – 10. apríl 2010) var forseti Póllands frá 23. desember 2005 til 10. apríl 2010.

Lech Kaczyński
Lech Kaczyński árið 2006.
Forseti Póllands
Í embætti
23. desember 2005 – 10. apríl 2010
ForsætisráðherraKazimierz Marcinkiewicz
Jarosław Kaczyński
Donald Tusk
ForveriAleksander Kwaśniewski
EftirmaðurBronisław Komorowski (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. júní 1949(1949-06-18)
Varsjá, Póllandi
Látinn10. apríl 2010 (60 ára) Smolensk, Rússlandi
ÞjóðerniPólskur
StjórnmálaflokkurLög og réttlæti (2001–2005)
MakiMaria Mackiewicz ​(g. 1978)
Börn1
HáskóliHáskólinn í Varsjá
Háskólinn í Gdańsk
Undirskrift

Lech Kaczyński stofnaði íhaldssama stjórnmálaflokkinn Lög og réttlæti ásamt tvíburabróður sínum, Jarosław Kaczyński, árið 2001. Bræðurnir höfðu verið virkir í pólskum stjórnmálum frá falli kommúnismans í landinu og höfðu átt lykilþátt í að tryggja sigur Lechs Wałęsa, leiðtoga Samstöðu, í forsetakosningum Póllands árið 1990. Síðar kastaðist hins vegar í kekki milli bræðranna og Wałęsa og árið 2009 kærði Wałęsa Lech Kaczyński fyrir að staðhæfa að hann hefði njósnað fyrir leynilögreglu pólsku kommúnistastjórnarinnar á áttunda áratugnum.[1]

Lech Kaczyński var kjörinn forseti Póllands árið 2005 með 54 prósentum atkvæða gegn 46 prósentum sem Donald Tusk hlaut.[2] Lög og réttlæti unnu sigur í þingkosningum í september sama ár og Jarosław Kaczyński varð því forsætisráðherra Póllands árið 2006. Var þá komin upp sú fordæmalausa staða að forseti og forsætisráðherra landsins væru tvíburabræður.[3] Flokkur bræðranna tapaði hins vegar aukakosningum sem haldnar voru árið 2007 og því varð Lech Kaczyński að skipa keppinaut sinn, Donald Tusk, forsætisráðherra.[4]

Lech Kaczyński lést í flugslysi yfir Smolensk í Rússlandi þann 10. apríl 2010 ásamt eiginkonu sinni og 95 öðrum, sem margir hverjir voru háttsettir í her Póllands. Erindi þeirra til Rússlands var að taka þátt í minningarathöfn vegna fjöldamorða Rússa á pólskum liðsforingjum í Katynskógi í seinni heimsstyrjöldinni.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Kolbeinn Þorsteinsson (12. apríl 2010). „Þjóðarharmur í Póllandi“. Dagblaðið Vísir. bls. 16-17.
  2. „Íhaldsmaður og tortrygginn í garð ESB“. Morgunblaðið. 25. október 2005. bls. 18.
  3. „Tvíburabræður stjórna í Póllandi“. Morgunblaðið. 9. júlí 2006. bls. 4.
  4. Kolbeinn Þorsteinsson (23. október 2007). „Taldi sig eiga sigurinn vísan“. Dagblaðið Vísir. bls. 10-11.


Fyrirrennari:
Aleksander Kwaśniewski
Forseti Póllands
(23. desember 200510. apríl 2010)
Eftirmaður:
Bronisław Komorowski
(starfandi)


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.