Jarosław Kaczyński

Pólskur stjórnmálamaður

Jarosław Aleksander Kaczyński (fæddur 18. júní 1949 í Varsjá) er formaður Laga og réttlætis (Prawo i Sprawiedliwość) og var forsætisráðherra Póllands frá 14. júlí 2006 til 16. nóvember 2007. Kaczyński stofnaði Lög og réttlæti ásamt tvíburabróður sínum, Lech Kaczyński, árið 2001.

Jarosław Kaczyński

Lög og réttlæti komust aftur til valda eftir þing- og forsetakosningar árið 2015. Síðan þá hefur flokkurinn staðið fyrir miklum breytingum á dómkerfi landsins. Kaczyński er hvorki forsætisráðherra né forseti í núverandi ríkisstjórn Laga og réttlætis en sem formaður stjórnarflokksins er hann í reynd leiðtogi ríkisstjórnarinnar og valdamesti stjórnmálamaður í Póllandi.[1]

TilvísanirBreyta

  1. „Poland's de facto leader slams president, wants to restore 'moral order'. 28. júlí 2017. Sótt 30. júlí 2018.


Fyrirrennari:
Kazimierz Marcinkiewicz
Forsætisráðherra Póllands
(14. júlí 200616. nóvember 2007)
Eftirmaður:
Donald Tusk


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.