Jarosław Kaczyński
Jarosław Aleksander Kaczyński (f. 18. júní 1949 í Varsjá) er formaður pólska stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis (Prawo i Sprawiedliwość) og var forsætisráðherra Póllands frá 14. júlí 2006 til 16. nóvember 2007. Kaczyński stofnaði Lög og réttlæti ásamt tvíburabróður sínum, Lech Kaczyński, árið 2001.
Jarosław Kaczyński | |
---|---|
Forsætisráðherra Póllands | |
Í embætti 14. júlí 2006 – 16. nóvember 2007 | |
Forseti | Lech Kaczyński |
Forveri | Kazimierz Marcinkiewicz |
Eftirmaður | Donald Tusk |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 18. júní 1949 Varsjá, Póllandi |
Þjóðerni | Pólskur |
Stjórnmálaflokkur | Lög og réttlæti |
Háskóli | Háskólinn í Varsjá |
Undirskrift |
Lög og réttlæti komust aftur til valda eftir þing- og forsetakosningar árið 2015 og sátu við stjórn til ársins 2023. Á þeim tíma stóð flokkurinn fyrir miklum breytingum á dómkerfi landsins sem gagnrýnendur stjórnarinnar segja grafa undan réttarríkinu í Póllandi. Kaczyński var hvorki forsætisráðherra né forseti í stjórn Laga og réttlætis en sem formaður stjórnarflokksins var hann í reynd leiðtogi ríkisstjórnarinnar og valdamesti stjórnmálamaður í Póllandi.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Poland's de facto leader slams president, wants to restore 'moral order'“. 28. júlí 2017. Sótt 30. júlí 2018.
Fyrirrennari: Kazimierz Marcinkiewicz |
|
Eftirmaður: Donald Tusk |