Vallónska Brabant

(Endurbeint frá Brabant Wallon)

Vallónska Brabant (hollenska:Waals-Brabant; franska: Brabant Wallon) er hollenskumælandi hérað í Belgíu. Það er minnsta héraðið í landinu og það næstfámennasta. Íbúar eru aðeins um 370 þúsund. Höfuðborgin heitir Wavre.

Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Wavre
Flatarmál: 1.093 km²
Mannfjöldi: 373.492 (1. janúar 2008)
Þéttleiki byggðar: 342/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Lega og lýsing

breyta

Vallónska Brabant er nánast miðsvæðis í Belgíu og er eina héraðið, fyrir utan Flæmska Brabant, sem ekki nær að landamærum ríkisins, heldur er umlukt öðrum héruðum. Fyrir norðan er Flæmska Brabant, fyrir austan er Liège, fyrir sunnan er Namur og fyrir vestan er Hainaut. Höfuðborgarsvæðið (Brussel) er rétt norðan við héraðið. Vallónska Brabant er aðeins 1.093 km2 að stærð og þar með minnsta hérað Belgíu.

Fáni og skjaldarmerki

breyta

Fáni og skjaldarmerki héraðsins eru eins, nema hvað formið er öðruvísi. Þau sýna sýna hið gyllta ljón greifanna af Brabant á svörtum grunni. Í efri hornunum eru gulir reitir og í þeim eru tveir rauðir hanar. Hanarnir eru tákn frönskumælandi íbúa héraðsins. Bæði fáninn og skjaldarmerkið voru formlega tekin upp 2. janúar 1995, degi eftir að héraðið klofnaði frá Flæmska Brabant.

Orðsifjar

breyta

Brabant er dregið af orðunum bra, sem upphaflega merkir auður (sbr. brach á þýsku) og bant, sem merkir fylki (eins og band eða samband). Fyrri hluti heitisins er til aðgreiningar annarra tveggja héraða sem heita Brabant. Hin eru Norður-Brabant í Hollandi og Flæmska Brabant í Belgíu.

Söguágrip

breyta
 
Minnisvarði við Waterloo, en þar átti sér stað ein þekktasta orrusta nútímans.

Brabant var lengi vel greifadæmi í þýska ríkinu og var þá miklu stærra en það er nú. Stærsta hluti þess var þá innan núverandi landamæri Belgíu og náði nær alveg suður til frönsku landamæranna. Árið 1430 varð Brabant eign Búrgundar og 1477 Habsborgar. Brabant var miðstöð spænsku Niðurlanda eftir Habsborgartímann. Hins vegar gekk Brabant til liðs við sameinuð héröð Niðurlanda í sjálfstæðisstríðinu gegn Spánverjum. Í kjölfarið voru margar orrustur háðar í fylkinu. Þegar friðarsamningarnir voru gerðir um endalok sjálfstæðisstríðs Hollands 1648 var Brabant skipt í tvennt. Norðurhlutinn (mótmælendur) varð hluti af sjálfstæðu Hollandi, en suðurhlutinn (bæði mótmælendur og kaþólikkar) var áfram í spænskri Belgíu. Frakkar hertóku Brabant í lok 18. aldar en 1797 var Brabant að öllu leyti innlimað í Frakkland. Frakkar yfirgáfu landið 1813 en 1815 var Napoleon kominn aftur með mikið lið her. Við bæinn Waterloo var háð ein þekktasta orrusta á nútíma, en þar beið Napóleon endanlegan ósigur fyrir herjum Englendinga og Prússa. Eftir það voru Niðurlönd sameinuð en Brabant var skipt í þrjú héruð: Norður-Brabant, Antwerpen og Suður-Brabant. Árið 1830 gerðu Belgar uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði. Antwerpen og Suður-Brabant (með Brussel) urðu belgísk héruð en Norður-Brabant varð hollenskt hérað. Árið 1995 var Belgíu skipt upp í tvö menningarsvæði, hollenskumælandi og frönskumælandi (og reyndar lítið þýskt menningarsvæði að auki). Samfara því klofnaði Suður-Brabant í tvö héruð. Suðurhlutinn varð að Vallónska Brabant (frönskumælandi), en norðurhlutinn að Flæmska Brabant

Borgir

breyta

Vallónska Brabant er skipt upp í 27 sveitarfélög og borgir. Stærstu borgir héraðsins:

Röð Bær Íbúar Ath.
1 Braine l'Alleud 37 þúsund
2 Wavre 32 þúsund Höfuðborg héraðsins
3 Ottignies-Louvain-la-Neuve 29 þúsund
4 Waterloo 29 þúsund
5 Nivelles 24 þúsund
6 Tubize 22 þúsund
7 Rixensart 21 þúsund

Heimildir

breyta