Kalaharí-eyðimörkin

(Endurbeint frá Kalaharíeyðimörkin)

Kalaharí-eyðimörkin er í sunnanverðri Afríku og nær yfir um 500.000 km² svæði, að mestu á hásléttu þar sem meðalhæð yfir sjávarmáli er um 900 metrar. Hún þekur 70% Botsvana og stóra hluta Simbabve, Suður-Afríku og Namibíu. Ef þurrkasvæðin umhverfis hina eiginlegu eyðimörk eru talin með verður svæðið yfir 2,5 milljón ferkílómetrar og nær að auki yfir löndin Gabon, Lýðveldið Kongó, Angóla og Sambíu. Ólíkt Sahara er hún úr rauðum fremur en gulum sandi og fremur fíngerðum. Nafnið er dregið af orðinu Kgalagadi í setsvana, máli tsvana sem merkir „þorstinn mikli“.

Samsett gervihnattamynd af Kalaharíeyðimörkinni.

Lífríki

breyta

Meðal dýra á svæðinu eru hýenur, ljón, jarðkettir, nokkrar tegundir af antílópum o.s.f. (þ.á m. steppuantilópa og Gemsbok-antílópa) og margar tegundir fugla og skriðdýra. Plöntulíf á svæðinu er fátæklegt, mestmegnis grös og akasíur.

   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.