Arabíska

tungumál
(Endurbeint frá Arabiyya)

Arabíska (العربية) er semískt tungumál sem er upprunið á Arabíuskaganum, en breiddist yfir stærra svæði með útbreiðslu Íslams og er nú talað víðast hvar alla leið frá Marokkó til Íraks. Arabíska er eitt helsta sameiningartákn þeirra sem í dag kalla sig Araba sem eru mun fleiri en þeir sem búa á Arabíuskaganum.

Arabíska
العربية Arabiyya
Málsvæði Alsír, Barein, Egyptaland, Írak, Jemen, Jórdanía, Katar, Kúveit, Líbanon, Líbýa, Máritanía, Marokkó, Óman, Palestínuríki, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Súdan, Sýrland og Túnis af meirihluta, og töluð í mörgum löndum til viðbótar af minnihluta íbúa.
Heimshluti Miðausturlönd, Norður-Afríka
Fjöldi málhafa 325 milljónir
Sæti 6 (miðað við móðurmál)
Ætt Afró-asísk

 Semísk
  Mið-semísk
   Suður-mið-semísk
    arabíska

Skrifletur Arabískt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Alsír

Barein
Djíbútí
Egyptaland
Erítrea
Írak
Ísrael
Jemen
Jórdanía
Katar
Kómoreyjar
Kúveit
Líbanon
Líbýa
Máritanía
Marokkó
Óman
Palestínuríki
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Sádi-Arabía
Súdan
Sýrland
Tsjad
Túnis.


Alþjóðastofnanir:
Sameinuðu þjóðirnar
Arababandalagið
Afríkusambandið
Bandalag íslamskra þjóða

Stýrt af Egyptaland: Arabískuakademían

Sýrland: Arabískuakademían í Damaskus
Írak: Íraskuvíssinduakademían
Súdan: Arabískuakademían í Kartún
Marokkó: Arabískuakademían í Rabat
Jórdanía: Arabískuakademían Jórdaníu
Líbýa: Arabískuakademían í Djamahiriju
Túnis: Beit Al-Hikma Stofnun
Ísrael: Arabískuakademían á Ísrael

Tungumálakóðar
ISO 639-1 ar
ISO 639-2 ara
SIL ABV
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Wikipedia
Wikipedia
Wikipedia: Arabíska, frjálsa alfræðiritið

Arabísku má skipta í tvennt, bókmenntaarabísku og talaða arabísku. Sú fyrrnefnda er notuð í formlegu máli af flestum fjölmiðlum og í bókum nær alls staðar þar sem arabíska er töluð og er sú arabíska sem notuð er Kóraninum. Síðarnefnda gerðin skiptist hins vegar í margar mállýskur sem talaðar eru þvert yfir svæðið. Þær eru mjög misjafnar og skiljast jafnvel ekki af þeim sem tala aðrar mállýskur.

Stafróf

breyta

Arabíska er skrifuð með arabíska stafrófinu, t.d. er arabíska skrifað svona á arabísku: العربية.

Málfræði

breyta

Í arabísku er enginn ótiltekinn greinir en tiltekni greinirinn er -al. Í talmálinu fellur ellið á tiltekna greininum oft brott en það er ætíð ritað. Arabíska hefur tvö málfræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn. Lýsingarorð eftirsett og beygjast eftir kyni og tölu. Fleirtölusetning nafnorða er almennt óregluleg í karlkyni en regluleg í kvenkyni. 10 af hundraði karkyns nafnorða taka eftirskeytinu -ún til að mynda fleirtölu svo sem 'Múdarres' (kennari) - 'Múdarresún', 'Múhamí' (lögmaður) - 'Múhaníún', 'Múhandis' (verkfræðingur) - 'Múhandisún'. Kvenkyns nafnorð taka almennt viðskeytinu -at við myndun fleirtölu. Sagnorð beygjast í persónum, tölum og kynjum. Sögnin 'að vera' er ekki til í nútið framsöguháttar þó hana mætti finna í fornmálinu. Þannig þýðir; "Nahnú múslimí", 'við erum múslimar'.

Í arabísku beygjast sagnorð ekki í aðeins 2. tölum heldur 3. þar sem þær hafa tvítöluform.

Persónufornafn 2. p. beygist eftir kynjum. T. d. er „þú" = ka, þegar talað er við karlmann, ft. kum, en í kvk. er „þú" ki og í ft. kunna.

Tölur

breyta

Þeir tölustafir (0 1 2 3 4 5 6 7 8 9) og það talnakerfi sem nú er notað um allan heim kom til Evrópu í gegnum arabísku og eru tölurnar því gjarnan kallaðar arabískar tölur en í reynd eru þær upprunnar frá Indlandi og í arabísku eru tölurnar einmitt kallaðar „indverskar tölur“. Arabíska er rituð frá hægri til vinstri líkt og hebreska, en tölur eru aftur á móti ritaðar frá vinstri til hægri.

Arabískar Tölur

breyta

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10

Tenglar

breyta