Fjölmiðill

(Endurbeint frá Fjölmiðlar)

Fjölmiðill er miðill sem ætlaður er miklum fjölda fólks til afnota, lesturs eða áhorfs. Hugtakið varð til á 3. áratug 20. aldar vegna tilkomu útvarpsþáttagerðar, en fram að því var útvarpið fyrst og fremst notað sem samskiptatæki milli einstaklinga. Nokkru áður var farið að fjöldaframleiða dagblöð og tímarit í gríðarstórum upplögum með nýrri prenttækni.

Hugtakið er oft skilgreint með vísun í tilkomu fjöldasamfélaga sem sumir menntamenn (t.d. Frankfurt-skólinn) töluðu um sem einkenni iðnvæðingarinnar í upphafi aldarinnar og einkenndust að þeirra mati af einangrun einstaklinga og skorti á félagslegum tengslum og samfélagsvitund, sem gerði fólk berskjaldað fyrir auglýsingum og áróðri í fjölmiðlum. Umræður um áhrif fjölmiðla og rannsóknir á þeim hafa verið áberandi frá upphafi 20. aldar.

Stundum er talað um að fjölmiðlar séu fjórða valdið, við hlið dómsvaldsins, framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins með vísun til hlutverks þeirra sem einnar af stoðum lýðræðisins.

Tegundir fjölmiðla

breyta
   Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.