Dagatal

Kerfi til að skipuleggja daga ársins
(Endurbeint frá Almanak)

Dagatal eða Almanak er útgáfa upplýsinga fyrir ákveðið tímabil, eins og viðurkenndu stjarnfræðilegu tímatali eða Almanaksári, skiptu í ár, mánuði, vikur, daga osf., eða eftir öðrum oftast náttúrulegum viðmiðunum eins og sáningu og uppskeru, skíðaalmanak osf. Upplýsingum í almanökum er raðað í lista eða töflur eftir eðli þeirra og til hvers innihald þeirra skal notað.

Forsíða fyrsta Íslandsalmanaksins frá árinu 1837

Í almennum almanökum eru upplýsingar um hluti svo sem sjávarföll, gang tunglsins og himintunglanna, veðurupplýsingar, stærðar-og tímamælingar, einnig upplýsingar eins og um tunglmyrkva, sólmyrkva, halastjörnur, kirkju-og veraldlegarhátíðir ásamt ýmsum öðrum fróðleik tengdum tilteknum tíma eða dögum í viðkomandi almanaki eða Almanaksári.

Íslandsalmanakið

breyta
 
Frá árinu 1921 hafði Háskóli Íslands einkaleyfi á útgáfu almanaka og dagatala á Íslandi. Það einkaleyfi var fellt úr gildi árið 2009 og nú má hver sem er búa til Almanak og dagatöl.

Frá 4. nóvember 1921 fékk Háskóli Íslands einkaleyfi til að gefa út almanök og dagatöl á Íslandi. Yfirumsjón með útgáfu Almanaks Háskóla Íslands hefur Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur haft.

Á vef Almanaksins stendur: „Almanak Háskólans, öðru nafni Íslandsalmanakið, hefur komið út samfellt síðan 1837. Það er því mun eldra en Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags sem hóf göngu sína árið 1875. Þessum tveimur ritum er oft ruglað saman, sem skiljanlegt er, því að Þjóðvinafélagið fékk í öndverðu heimild til að taka Almanak Háskólans upp í almanak sitt. Hefur sú hefð haldist síðan, ef frá eru talin árin 1914-1918 þegar ritin voru algjörlega aðskilin.

Frá 1923 til 1973 framseldi Háskóli Íslands einkaleyfi sitt til almanaksútgáfu til Þjóðvinafélagsins og á því tímabili annaðist félagið útgáfu beggja almanakanna. Almanak Háskólans er nú gefið út í 4000 eintökum og Almanak Þjóðvinafélagsins í 1700 eintökum.

Einkaleyfi Háskólans til útgáfu almanaka, sem veitt var með lögum nr. 25 frá 27. júní árið 1921, var fellt úr gildi með lögum nr. 13 hinn 7. mars árið 2008. Breytingin miðaðist við áramótin 2008-2009.“[1]

Tenglar

breyta