Jón (ábóti í Munkaþverárklaustri)

Jón (d. 1496) var ábóti í Munkaþverárklaustri seint á 15. öld, næst á eftir Einari Ísleifssyni, sem dó um áramótin 1487-1488. Hann var vígður 1489 og var ábóti til dauðadags. Fátt er vitað um hann og föðurnafn hans er óþekkt.

Eiríkur Einarsson prestur á Grenjaðarstað 1480-1506 sóttist eftir ábótadæmi á Munkaþverá eftir að Einar Ísleifsson dó og lét Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup hann fá yfirráð klaustursins í eitt ár til reynslu en um veturinn næsta á eftir fæddist honum barn og varð það til þess að hann hlaut ekki vígslu sem ábóti. Hann fór svo úr landi, líklega í einhverja yfirbótarferð, en mun hafa komið aftur til Grenjaðarstaðar. Hugsanlegt er að Tómas Eiríksson ábóti á Munkaþverá hafi verið sonur hans en það er þó óvíst.

Einar Benediktsson varð ábóti á Munkaþverá eftir lát Jóns ábóta.

Heimildir

breyta
  • „Munkaþverár-klaustur. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.
  • „Munkaþverárklaustur. Sunnudagsblaðið, 10. apríl 1966“.