Vjatsjeslav Molotov

Sovéskur stjórnmálamaður (1890-1986)
(Endurbeint frá Vjatjeslav Molotov)

Vjatsjeslav Míkhajlovítsj Molotov (kyrillískt letur: Вячесла́в Миха́йлович Мо́лотов)[1] fæddur undir nafninu Skrjabín (Скря́бин) (9. mars 1890 – 8. nóvember 1986)[2] var sovéskur stjórnmálamaður og erindreki úr flokki Bolsévika. Hann var einn af helstu valdamönnum Sovétríkjanna frá þriðja áratugnum en þá komst hann til metorða sem fylgismaður Jósefs Stalín. Molotov varð formaður þjóðfulltrúaráðs (þ.e.a.s. forsætisráðherra) Sovétríkjanna frá 1930 til 1941 og utanríkisráðherra frá 1939 til 1949 og aftur frá 1953 til 1956. Hann var aðstoðarforsætisráðherra frá 1942 til 1957 en þá var hann leystur frá störfum að undirlagi Níkíta Khrústsjov. Molotov settist í helgan stein árið 1961 og hafði þá verið lítið sýnilegur í sovéskum stjórnmálum í nokkur ár.

Vjatsjeslav Molotov
Вячесла́в Мо́лотов
Formaður þjóðfulltrúaráðs Sovétríkjanna
Í embætti
19. desember 1930 – 6. maí 1941
ForveriAleksej Rykov
EftirmaðurJósef Stalín
Utanríkisráðherra Sovétríkjanna
Í embætti
3. maí 1939 – 4. mars 1949
ForsætisráðherraJósef Stalín
ForveriMaksím Lítvínov
EftirmaðurAndrej Vyshínskíj
Í embætti
5. mars 1953 – 1. júní 1956
ForsætisráðherraGeorgíj Malenkov
Níkolaj Búlganín
ForveriAndrej Vyshínskíj
EftirmaðurDmítríj Shepílov
Persónulegar upplýsingar
Fæddur9. mars 1890
Kúkarka, rússneska keisaradæminu
Látinn8. nóvember 1986 (96 ára) Moskvu, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Sovétríkjanna
MakiPolína Zhemtsjúzhína
StarfStjórnmálamaður, ríkiserindreki
Undirskrift

Molotov var fulltrúi Sovétríkjanna við undirritun griðasáttmála þeirra við Þýskaland nasismans árið 1939. Samningurinn var kallaður Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn í höfuðið á Molotov og Joachim von Ribbentrop utanríkisráðherra Þjóðverja. Í leynilegum viðauka sáttmálans var samið um að Póllandi yrði skipt á milli Þýskalands og Sovétríkjanna. Molotov vissi á þessum tíma um fjöldamorð Sovétmanna við Katyn sem framin voru eftir innrásina í Pólland árið 1940.

Eftir seinni heimsstyrjöldina tók Molotov þátt í samningaviðræðum við bandamenn og varð þar rómaður fyrir samningahæfni sína. Hann varð áfram helsti ríkiserindreki Sovétmanna til ársins 1949 en þá féll hann úr náð Stalíns og var leystur frá störfum sem utanríkisráðherra. Samband hans við Stalín varð æ kaldara þegar Stalín gagnrýndi hann í ræðu á 19. flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins. Eftir dauða Stalíns var Molotov þó svarinn andstæðingur þeirrar stefnu Khrústsjovs að afneita og fordæma arfleifð Stalínstímans. Molotov varði stefnumál og arfleifð Stalíns þar til hann lést árið 1986 og gagnrýndi eftirmenn Stalíns harkalega, sérstaklega Khrústsjov.

Tilvísanir

breyta
  1. "Molotov". Random House Webster's Unabridged Dictionary.
  2. John E. Jessup (1998). „Profile of Vyacheslav Molotov“. An Encyclopedic Dictionary of Conflict and Conflict Resolution, 1945-1996. Greenwood Publishing Group. bls. 480.


Fyrirrennari:
Níkolaj Krestínskíj
Ábyrgðarritari rússneska kommúnistaflokksins
(16. apríl 19213. apríl 1922)
Eftirmaður:
Jósef Stalín
(sem aðalritari)
Fyrirrennari:
Aleksej Rykov
Formaður þjóðfulltrúaráðs Sovétríkjanna
(19. desember 19306. maí 1941)
Eftirmaður:
Jósef Stalín
Fyrirrennari:
Maksím Lítvínov
Utanríkisráðherra Sovétríkjanna
(3. maí 19396. maí 1941)
Eftirmaður:
Andrej Vyshínskíj
Fyrirrennari:
Andrej Vyshínskíj
Utanríkisráðherra Sovétríkjanna
(5. mars 19531. júní 1956)
Eftirmaður:
Dmítríj Shepílov


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.