Joachim von Ribbentrop
Ulrich Friedrich Wilhelm Joachim von Ribbentrop (30. apríl 1893 – 16. október 1946), venjulega kallaður Joachim von Ribbentrop, var utanríkisráðherra Þýskalands nasismans frá 1938 til 1945.
Joachim von Ribbentrop | |
---|---|
Utanríkisráðherra Þýskalands | |
Í embætti 4. febrúar 1938 – 30. apríl 1945 | |
Kanslari | Adolf Hitler |
Forveri | Konstantin von Neurath |
Eftirmaður | Arthur Seyss-Inquart |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. apríl 1893 Wesel, þýska keisaraveldinu |
Látinn | 16. október 1946 (53 ára) Nürnberg, Bæjaralandi, Þýskalandi |
Dánarorsök | Hengdur |
Stjórnmálaflokkur | Nasistaflokkurinn |
Maki | Anna Elisabeth Henkell (g. 1920) |
Börn | 5 |
Starf | Athafnamaður, stjórnmálamaður, erindreki |
Undirskrift |
Ribbentrop vakti fyrst athygli Adolfs Hitler sem víðförull athafnamaður sem vissi meira um utanríkismál en flestir háttsettir nasistar. Hann gaf afnot af húsinu sínu fyrir leynifundi í janúar 1933 sem leiddu til útnefningu Hitler í kanslaraembætti Þýskalands. Hann varð trúnaðarvinur Hitler, en vinátta þeirra fór mjög í taugarnar á öðrum flokksmönnum sem töldu Ribbentrop grunnhygginn og hæfileikalausan. Hann var útnefndur sendiherra til Bretlands árið 1936 og utanríkisráðherra Þýskalands í febrúar 1938.
Fyrir seinni heimsstyrjöldina lék Ribbentrop lykilhlutverk í stofnun Stálbandalags Þjóðverja við Ítalíu og í gerð hlutleysissáttmála við Sovétríkin sem þekkt varð sem Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn í höfuðið á Ribbentrop og sovéska utanríkisráðherranum Vjatsjeslav Molotov. Eftir árið 1941 döluðu áhrif Ribbentrop nokkuð.
Ribbentrop var handtekinn í júní 1945 og réttað yfir honum við Nürnberg-réttarhöldin þar sem hann var dæmdur fyrir þátt sinn í að hefja seinni heimsstyrjöldina í Evrópu og fyrir að stuðla að framkvæmd Helfararinnar. Þann 16. október 1946 varð Ribbentrop fyrstur sakfelldra nasista tekinn af lífi og hengdur.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Joachim von Ribbentrop“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. október 2017.