University College London

University College London (skammstafaður sem UCL) er fjöldeilda háskóli á Bretlandi staðsettur aðallega í London. Hann er hluti Háskólans í London, og var stofnaður árið 1826 sem London University. UCL var fyrsti háskóli í London og var sá fyrsti á Bretlandi sem stofnaður var á veraldlegum grundvelli. Hann var líka fyrsti háskólinn til að viðurkenna fólk án tilits til kynþáttar, stéttar, trúar eða kyns.[1] Árið 1836 stofnsettu London University og King's College London „háskólann í London“ og þá var UCL gefið núverandi nafn. Löngu hefur verið mikið keppni milli UCL og King's þó að þeir séu meðlimir í sama háskólanum.

Aðalbygging UCL.

Enda þótt UCL sé hluti háskólans í London er hann hliðstæður við frístandandi, sjáfstæða og fjármagnaða á óháðan hátt háskóla því hann úthlutar gráður hann sjálfir. Í dag starfa um það bil 8.000 manns við skólann og nemendur eru 22.000. Skólinn er stærri en aðrir háskólar á Bretlandi.

Árið 2008 var velta UCL 635 milljónir breskra punda og var hrein eign hans 581 milljónir breskra punda. Núverandi yfirmaður og forseti UCL er prófessor Malcolm Grant.

UCL er eini háskólinn á Bretlandi þar sem hægt er að læra íslensku.[2]

Staðsetning

breyta
 
Aðalbygging UCL sumarið 2006.

UCL er staðsettur í Bloomsbury í Mið-London. Háskólalóðin er við Gower Street og það eru líka aðrar byggingar í eigu UCL um London. Háskólalóðin við Gower Street inniheldur aðal- og vísindabókasöfn, tungumáladeildir, sagnfræðadeildir, Bloomsbury-leikhúsið, líffræði- og eðlisfræðideildir og Petrie Museum of Egyptian Archaeology. Annar hópur bygginga við Gordon Street og Gordon Square hýsir Fornleifafræðastofnunina, efnifræðadeild, heimspekideild, The Bartlett borgarfræðaskóla og School of Slavonic and East European Studies (SSEES).[3]

Nokkrar aðrar stofnanir eru staðsettar á svæðinu sem umkringir UCL, eins og Þjóðbókasafn Bretlands, Þjóðminjasafn Bretlands, Royal Academy of Art, British Medical Association og Wellcome Trust. Nálægt liggja margir skólar og stofnanir háskólans í London, eins og SOAS, Birkbeck, Háskólann í London, Institute of Education, School of Advanced Study og Senate House-bókasafnið sem hýsir rannsóknarsöfn háskólans í London um listir, fornmenntir og þjóðfélagsvísindi. Allir nemendur sem taka gráður hjá UCL og allt starfsfólk háskólans hefur aðgang að þessu bókasafni og innihaldinu þess.

Næsta neðanjarðarlestarstöðin við UCL-háskólalóðina er Euston Square. Hinar nærliggjandi lestarstöðvar eru Warren Street, Russell Square og Euston.

 
Lík Jeremy Bentham í fötum sínum.

UCL var stofnaður árið 1826 undir heitinu London University sem veraldlegt val á móti Oxford og Cambridge-háskóla. Því er hann kallaður þriðji elsti háskólinn á Englandi enda þótt aðrir háskólar reyni stundum að eigna sér það sæti.

Heimspekingurinn Jeremy Bentham er talinn að vera frumkvöðull að stofnun háskólans en hann átti enga hlutdeild í sköpuninni sinni. Hugtök Jeremy Bentham blésu stofnendunum James Mill (1773-1836) og Henry Brougham (1778-1868) í brjóst og mótaði sköpun háskólans.

Árið 1836 varð London University þekktur sem University College London og vann við King's College London til að mynda sambandsháskólann háskólans í London.

Rannsóknir

breyta

UCL er einn besti rannsóknarháskóli Bretlands. Hann er meðlimur Russell-háskólahópsins og vann 174 rannsóknarverðlaun eiga 81.365.000 breskra punda árið 2008.[4]

Merkilegir útskrifaðir nemendur

breyta

Margt merkilegt fólk hefur verið nemendur við UCL, til dæmis Mahatma Gandhi og Alexander Graham Bell, Ricky Gervais og allir meðlimir hljómsveitarinnar Coldplay og auk þess tveir meðlimir hljómsveitarinnar Keane. Meðal frægra rithöfunda sem hafa lært þar eru Stella Gibbons, Robert Browning, Rabindranath Tagore (útskrifaðist ekki), Raymond Briggs og G. K. Chesterton. Meðal vísindamanna og verkfræðinga úr skólanum eru Francis Crick, John Ambrose Fleming, John Ambrose Fleming, Joseph Lister, Roger Penrose, Colin Chapman, Patrick Head, Paul Davies eðlisfræðingur, John Maynard Smith þróunarlíffræðingur og líka áðurnefndur Alexander Graham Bell. Nokkrir listamenn, arkitektar og hönnuðir sem lærðu þar eru William Coldstream, Eduardo Paolozzi, Ben Nicholson og David Mlinaric. Margir stjórnmálmenn lærðu þar, nokkrir merkilegir einstaklingar eru Sir Stafford Cripps (fjármálaráðherra Bretlands), William Wedgwood Benn, 1st Viscount Stansgate (Verkamannaflokksmaður), fyrsti og fyrri forsætisráðherrar Japan (Hirobumi Ito og Junichiro Koizumi hver um sig) og Chaim Herzog, forseti Ísraels. Fyrsti forseti Kenýa, Jomo Kenyatta, var nemandi við UCL. Wu Tingfang (Ng Choy), sem var starfandi forsætisráðherra lýðveldisins Kína, lærði við UCL.

Margir blaðamenn hafa verið nemendur við UCL. Til dæmis hafa þrír fyrri ritstjórar The Economist allir lært þar. Nokkrar söngvarar og sjónvarpskynnar sem eru vinsælar í Bretlandi hafa lært þar, til dæmis Justine Frischmann, Jack Peñate, Jonathan Dimbleby og Jonathan Ross. Kaupsýslumaður Edwin Waterhouse, sem stofnaði PricewaterhouseCoopers, lærði þar. Christopher Nolan, leikstjóri The Dark Knight og fleira var nemandi við UCL.

Við UCL starfa fleiri prófessorar en hjá öllum hinum háskólunum á Bretlandi. Þar eru 35 meðlimir Royal Society, 27 meðlimir British Academy og 77 meðlimir Academy of Medical Sciences. Fræðimönnum og nemendum UCL hafa verið veidd 21 Nóbelsverðlaun. Allir eðallofttegundirnar fimm voru uppgötvaðar við UCL af Sir William Ramsay sem var stjóri eðlisfræðisdeildarinnar á þeim tíma.

Heimildir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2009. Sótt 8. september 2009.
  2. „UCL - BA Icelandic“. Sótt 6. febrúar 2011.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2008. Sótt 8. september 2009.
  4. http://www.timeshighereducation.co.uk/Journals/THE/THE/3_September_2009/attachments/Copy%20of%20success%20rates%20final.xls

Tenglar

breyta