Junichiro Koizumi

Japanskur stjórnmálamaður

Junichiro Koizumi (f. 8. janúar 1942) var forsætisráðherra Japans frá 2001 til 2006 og formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins. Hann studdi innrásina í Írak, en er annars kunnur af því að hafa haft forgöngu að því að borga sektir Japans og fyrir að hafa staðið fyrir einkavæðingu á japönsku Póstþjónustunni. Árið 2005 vann hann einn stæsta sigur frjálslyndra lýðræðissinna í sögu Japans þegar flokkur hans fékk 38,2% atkvæði. Einnig vakti hann mikla atygli þegar hann sendi japanskt herlið til Íraks sem og opinber heimsókn hans til Yasukuni-helgidómsins.

Junichiro Koizumi (2010)

Vinsældir Koizumi voru ávallt miklar vegna þess hversu vel máli farinn hann var og hversu litríka fortíð hann átti. Í júní 2001 naut hann stuðnings 85% Japana. Viðurnefni hans var ljónshjarta vegna hárgreiðslu hans.

Koizumi lýsti því yfir að hann mundi segja af sér 2006 og hann mundi ekki velja eftirmann sinn fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn heldur yrði hann kosinn. Shinzō Abe tók við formennsku flokksins 20. september og sem forsætisráðherra 26. september 2006.


Fyrirrennari:
Yoshiro Mori
Forsætisráðherra Japans
(20012006)
Eftirmaður:
Shinzō Abe