Christopher Nolan

breskur og bandarískur kvikmyndagerðarmaður

Christopher Edward Nolan (f. 30. júlí 1970) er breskur og bandarískur kvikmyndagerðarmaður. Hann er þekktur fyrir stórmyndir með flóknum söguþráðum, sem samtals hafa grætt $5 milljarð dollara á heimsvísu. Með þekktustu myndum hans eru The Dark Knight (2008), The Dark Knight Rises (2012), Interstellar (2014), The Prestige (2006) og Oppenheimer (2023). Nolan hefur hlotið margar viðurkenningar og hefur verið tilnefndur til fimm Óskarsverðlauna, fimm BAFTA-verðlauna og sex Golden Globe-verðlauna.

Nolan árið 2018.

Nolan vann Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina Oppenheimer árið 2024. Myndin vann jafnframt verðlaun sem besta kvikmyndin.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Markús Þ. Þórhallsson (11. mars 2024). „Oppenheimer óumdeildur sigurvegari kvöldsins“. RÚV. Sótt 29. apríl 2024.
   Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.