School of Oriental and African Studies
School of Oriental and African Studies (skammstafaður sem SOAS, borinn fram [ˈsoʊ.æs] eða [ˈsoʊ.æz], íslenska: Skóli í austurlenskum og afrískum fræðum) er einn þeirra háskóla sem tilheyra Háskólanum í London sérhæfður í tungumálum, félagsvísindum, hagfræði, lögfræði og stjórnmálafræði varðandi Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum. Sem stendur er boðið upp á rúmlega 300 BA-námskeið og rúmlega 70 meistaragráður. Í hverri deild er líka hægt að fá MPhil- eða PhD-gráður.
SOAS var stofnaður árið 1916 og er staddur í Bloomsbury í Mið-London. Hann á ásamt bestu háskóla Bretlands og nokkrir þjóðhöfðingjar, ráðherrar, sendiherrar, hæstiréttardómarar og vinningshafi Friðarverðlaun Nóbels hafa allir útskrifast úr háskólanum. Undanfarin ár hefur háskólinn stækkað mikið, t.d. áttunda áratugnum voru nemendur 1.000 mans og í dag eru þeir rúmlega 4.500 manns. Um það bil helmingur nemenda eru í framhaldsnámi.
Samkvæmt lista breska dagblaðsins The Times er SOAS sjöundi besti háskólinn á Bretlandi.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „School of Oriental and African Studies“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. febrúar 2011.