Túngata er heiti á götu víða um land. Meðal bæja sem hafa Túngötu eru Vestmannaeyjabær, Reykjavík, Grenivík, Tálknafjörður, Patreksfjörður, Stöðvarfjörður, Sandgerði, Seyðisfjörður, Borgarnes, Álftanes, Siglufjörður, Eyrarbakki, Suðureyri, Reykjanesbær, Ísafjörður, Ólafsfjörður og Fáskrúðsfjörður.
Í Reykjavík er Túngata kennd við Landakotstún. Hún liggur frá Suðurgötu í austri til Bræðraborgarstígs í vestri. Landakotskirkja, Landakotsskóli og Landakotsspítali standa við Túngötu, auk þess sem sendiráð Rússlands, Þýskalands og Frakklands eiga hvert sitt hús við hana. Hámarkshraði er 50 km/klst vestur að Hofsvallagötu en 30 km/klst þar fyrir vestan.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.