Garðastræti

Garðastræti er alllöng gata í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún liggur frá norðri við Vesturgötu og suður að Hólavallakirkjugarði og gatnamótum Hólatorgs og Kirkjugarðsstígs. Garðastræti markar austurmæri gamla vesturbæjarins, annars vegar við Grjótaþorp milli Vesturgötu og Túngötu, en hins vegar við hinn eiginlega miðbæ Reykjavíkur frá Túngötu og suður að kirkjugarðinum. Sendiráð Rússlands og Kanada standa við Garðastræti og sendiráð Kína á einnig hús þar. Þar eru einnig Hallveigarstaðir og nokkur fyrirtæki.

Balsamösp í garði við Garðastræti 11a í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur. Tréð stendur við mót Fischersunds og Mjóstrætis. Öspin var valin tré ársins 2016.
Garðastræti mætir Túngötu. 1930.
Garðastræti árið 1934.

Nafn sitt dregur gatan af löngum túngörðum sem lágu meðfram henni vestanverðri fram á tuttugustu öld. Þeir afmörkuðu Hólavöll og Landakotstún á meðan landbúnaður var stundaður í kringum Reykjavík.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.