Basilíka Krists konungs

(Endurbeint frá Landakotskirkja)

Basilíka Krists konungs, Landakotskirkja eða Kristskirkja er dómkirkja, það er embættiskirkja biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Kirkjan er í vesturbæ Reykjavíkur í Landakoti.

Basilíka Krists konungs
Basilíka Krists konungs
Reykjavík
Almennt
Basilíka Krists konungs á Commons

Fyrstu kaþólsku prestarnir sem komu til Íslands eftir siðaskiptin voru Frakkarnir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin. Þeir keyptu jörðina Landakot í Reykjavík og bjuggu í bóndabænum. Þeir byggðu litla kapellu við bæinn árið 1864. Nokkrum árum seinna var lítil timburkirkja reist við Túngötu, nálægt prestsetrinu í Landakoti. Kirkja þessi var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimstyrjöldina fóru kaþólskir á Íslandi að ræða um nauðsyn þess að byggja nýja og stærri kirkju fyrir hinn vaxandi söfnuð. Ákveðið var að reisa kirkju í nýgotneskum stíl og var arkitektinum Guðjóni Samúelssyni falið að teikna hana. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929 og var þá stærsta kirkja landsins.

Þorlákur helgi er verndari kirkjunnar.

Ítarefni

breyta

Tenglar

breyta

64°08′51″N 21°56′55″V / 64.1475°N 21.9485°V / 64.1475; -21.9485