Stóra planið (e. The Higher Force) er íslensk gamanmynd. Myndin var frumsýnd 28. mars 2008 í Kringlubíói og fór í almenna sýningar sama dag. Útgefendur eru Poppoli Pictures í samstarfi við Kukl ehf.

Stóra planið
Plakat íslensku útgáfu kvikmyndarinnar Stóra planið
LeikstjóriÓlafur Jóhannesson
HandritshöfundurÓlafur Jóhannesson
Dagur Kári Pétursson
Rune Kippervik
Stefan C. Schaefer
Þór Þorsteinsson
FramleiðandiÓlafur Jóhannesson
Helgi Sverrisson
Leikarar
FrumsýningFáni Íslands 28. mars 2008
Lengd90 mín.
TungumálÍslenska, enska
AldurstakmarkL – Leyfð öllum aldurshópum
Ráðstöfunarfé$900,000[1]

Söguþráður

breyta
 
Plakat ensku útgáfu kvikmyndarinnar

Myndin fjallar um Davíð (Pétur Jóhann Sigfússon), sem missti litla bróður sinn þegar hann var yngri og hefur síðan leitað sér aðstoðar með því að horfa á kínverskt sölumyndband. Myndbandið heitir The Higher Force en Davíð kýs að kalla það Stóra planið. Davíð er meðlimur í handrukkaragengi en hinir meðlimirnir gera lítið úr honum við hvert tækifæri. Davíð trúir því þó að hans bíði annað stærra lífshlutverk með hjálp Stóra plansins.

Davíð kynnist svo Haraldi (Eggert Þorleifsson), einmana grunnskólakennari, sem ákveður að veita Davíð leiðsögn í lífinu. Síðar trúir Davíð Haraldi fyrir því að hann sé meðlimur í glæpagengi. Haraldur lýgur því þá í Davíð að hann sé sjálfur glæpakóngur. Hann segist flytja ólöglega inn leynilegan varning, eiga sæg af íbúðum og hafi marga grunsamlega menn í vinnu. Þegar hinir meðlimirnir í handrukkaragengi Davíðs frétta að hann þekki Harald, hinn mikla glæpakóng, hætta þeir að gera lítið úr honum og við það verður hann virtur meðlimur í genginu. Davíð er fullviss um að þessi mikla umbreyting eigi hann Stóra planinu að þakka.

Það líður svo að því að foringi handrukkarafélagsins vill losna við stóra glæpakónginn, Harald, og biður Davíð að láta til skara skríða og ekki síðar en strax.

Framleiðsla

breyta

Poppoli Pictures og Kukl ehf. starfa saman að framleiðslu kvikmyndarinnar. Þorvarður Björgúlfsson frá Kukl mun sjá um stafrænar upptökur á þessari mynd (sjá High-definition video) og þannig tryggja að þessi tiltölulega kostnaðarlitla kvikmynd hafi upp á mikil gæði að bjóða.[2]

Upptökur myndarinnar hófust í apríl 2007.[2]

Leikarar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.imdb.com/title/tt0880458/business
  2. 2,0 2,1 James Cornsmith. „Kukl co-production Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine“. Skoðað 15. júlí 2007.

Tenglar

breyta