Varakonungsdæmið Nýja-Granada
Varakonungsdæmið Nýja-Granada (spænska: Virreinato de la Nueva Granada) var heiti á yfirráðasvæði Spænska heimsveldisins í norðvesturhluta Suður-Ameríku frá 1717 þar til svæðin urðu sjálfstæð eftir nokkur átök milli 1819 og 1822 og sameinuðust um stutt skeið í lýðveldinu Stór-Kólumbíu. Kjarnasvæði ríkisins var þar sem nú eru löndin Kólumbía, Venesúela, Ekvador og Panama, en auk þeirra voru Gvæjana, suðvesturhluti Súrínam, hluti Brasilíu, norðurhluti Perú, Kosta Ríka og Níkaragva hluti af varakonungsdæminu. Varakonungsdæmið tók við af Nýja konungsríkinu Granada sem heyrði undir varakonunginn í Líma, einkum vegna þess hve lengi tók að koma boðum milli Líma og Bogotá. Íbúafjöldi landsins var áætlaður um 4,3 milljónir árið 1819.