San Francisco

borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá San Francisco (Kaliforníu))

San Francisco er fjórða stærsta borg Kaliforníuríkis og er á vesturströnd Bandaríkjanna. Hún liggur á milli San Francisco-flóa og Kyrrahafsins. Þar búa 808.000 manns (2022) en ef borgin San Jose, sem liggur þétt upp að San Francisco, er talin með búa um 7 milljónir á svæðinu og er það þá fjórða fjölmennasta svæði Bandaríkjanna. Helstu kennileiti eru Golden Gate-brúin, Alcatraz, Transamerica Pyramid-byggingin og sporvagnarnir.

San Francisco
Fáni San Francisco
Opinbert innsigli San Francisco
Viðurnefni: 
The City by the Bay
Map
San Francisco er staðsett í Kaliforníu
San Francisco
San Francisco
San Francisco (Kalifornía)
San Francisco er staðsett í Bandaríkjunum
San Francisco
San Francisco
San Francisco (Bandaríkin)
Hnit: 37°46′39″N 122°24′59″V / 37.77750°N 122.41639°V / 37.77750; -122.41639
Land Bandaríkin
Fylki Kalifornía
SýslaSan Francisco
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriLondon Breed (D)
Flatarmál
 • Borg og sýsla600,59 km2
 • Land121,48 km2
 • Vatn479,11 km2  (80%)
Hæð yfir sjávarmáli
16 m
Hæsti punktur

(Mount Davidson)
285 m
Lægsti punktur0 m
Mannfjöldi
 (2020)[1]
 • Borg og sýsla873.965
 • Áætlað 
(2022)
808.437
 • Þéttleiki7.194,88/km2
TímabeltiUTC−08:00 (PST)
 • SumartímiUTC−07:00 (PDT)
Póstnúmer
Listi
  • 94102–94105
  • 94107–94112
  • 94114–94134
  • 94137
  • 94139–94147
  • 94151
  • 94158–94161
  • 94163–94164
  • 94172
  • 94177
  • 94188
Svæðisnúmer415/628
Vefsíðasf.gov

Landhættir

breyta

Borgin liggur á norðurodda San Francisco-skagans, sem myndar San Francisco-flóa. Borgarmörkin afmarkast í norðri af Golden Gate-brúnni, í vestri af Kyrrahafinu, í austri af San Francisco-flóanum og í suðri af hinum 300m háu Twin-Peaks-hólum, sem spænskir trúboðar nefndu vegna útlits síns Los Pechos de la Chola eða Brjóst Indíánastelpunnar.

 
Gervihnattamynd af svæðinu

San Francisco er einnig þekkt fyrir samtals 42 hæðir sínar, sem eru allt að 30m háar. Þær eru gjarnan mjög brattar og eru ástæða þess að sporvagnakerfi var tekið í notkun í borginni árið 1873.

Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg vesturstrandar Bandaríkjanna, aðallega vegna mjög góðra náttúrulegra hafnaraðstæðna.

Í og við flóann er að finna eyjarnar Treasure Island, Farallon Island að ógleymdri fyrrum fangaeyjunni Alcatraz, sem nú hýsir safn.

Jarðfræði

breyta

Sökum nálægðar borgarinnar við San Andreas misgengið eru jarðskjálftar tíðir. Sá stærsti kom 18. apríl 1906 og var 7,8 á Richter. Honum fylgdu miklir brunar og eyðilagðist stærsti hluti San Francisco.

Árið 1989 kom Loma-Prieta jarðskjálftinn, sem er síðasti stóri skjálftinn á svæðinu. Hann var 7,1 á Richter og fylgdu honum miklar skemmdir á mannvirkjum, sérstaklega á samgöngumannvirkjum.

Hverfaskipting

breyta

Í borginni hafa innflytjendur myndað sérstök hverfi eftir uppruna sínum, sérstaklega Kínverjar og Japanir. Kínahverfi San Francisco er ein stærsta byggð Kínverja utan Kína. Þá eru önnur hverfi oft kennd við einhverja hópa íbúa þeirra eða staðalímyndir og eru þeirra helst:

Loftslag

breyta

Lega borgarinnar við Kyrrahafið hefur talsverð áhrif á loftstlagið, sem líkist annars mjög miðjarðarhafsloftslagi. Veðrið er milt allt árið um kring með svölum, nær úrkomulausum sumrum og hlýjum vetrum. Dagshitinn að sumarlagi er yfirleitt milli 15 og 25 gráður á celsius, en yfir veturinn frystir sjaldan. Sumarhitinn er þónokkuð lægri en annars staðar í Kaliforníu. Hlýjasti mánuðurinn er september og mesta úrkoman er milli nóvembers og mars. San Francisco er þekkt fyrir þoku sem kemur á morgnanna inn frá hafinu.

Byggð frumbyggja og fyrstu Evrópubúarnir

breyta

Upprunalega var San Francisco-flói byggður af Muwekma Ohlone-frumbyggjum, sem var nær útrýmt á 19. öld.

Á 16. öld sendu Spánverjar tvo leiðangra í norður eftir vesturströnd Ameríku. Hernan Cortés uppgötvaði Kaliforníu-skaga og kannaði Juan Rodriguez Cabrillo hann 10 árum seinna. Þótt margir aðrir landkönnuðir hafi á 16. öld farið um Kaliforníu (t.d. Sir Francis Drake) fannst San Francisco flói ekki fyrr en árið 1775, líklega vegna tíðrar þoku sem umlykur flóann.

1776 hófst landnám Evrópumanna á því landsvæði þar sem borgin stendur nú. Spænskir hermenn og trúboðar stofnuðu kirkjuna Mission Dolores 29. júní það ár við lón sem þeir nefndu Nuestra Senora de los Dolores, þar sem nú er Presidio (virki) við Golden Gate. Trúboðanir nefndu borgina till heiðurs heilögum Frans af Assisi og hét borgin þá San Francisco de Asís, sem síðar varð Saint Francis og enn seinn aftur San Francisco.

Frá 19. öld til okkar tíma

breyta
 
Golden Gate-brúin

Eftir stríð Bandaríkjanna við Mexíkó varð borgin bandarísk árið 1848. Gullaldartímabil borgarinnar hófst án efa með gullæðinu í Kaliforníu 1848 og dregur Golden Gate nafn sitt af þessu tímabili. Íbúatalan óx frá um 900 upp í yfir 20.000 á örfáum árum. Mörgum lá svo á að komast í land að þeir skildu báta sína í höfninni sem fylltist fljótlega. Fljótt fór að bera á skorti á landrými og brugðu men þá á það ráð að gera landfyllingar út í höfnina, og stendur hluti miðbæjarins enn þann dag í dag á þessari landfyllingu.

Á þessum tíma þróaðist borgin einnig í miðpunkt viðskipta í Kaliforníu. Bæði bankar (t.d. Wells Fargo) voru stofnaðir sem og mörg nafntoguð fyrirtæki eins og Levi Strauss & Co. og Ghirardelli Chocolate Company.

Að morgni 18. apríl 1906 skók jarðskjálfti borgina. Jarðskjálftinn og bruninn sem fylgdi í kjölfarið eyðilögðu borgina að stærstum hluta. Talið er að um 700 hafi látist en sumir telja töluna þrisvar eða fjórum sinnum hærri. Bygging trúboðanna skemmdist ekkert og er hún því elsta bygging svæðisins í dag.

Árið 1939 var heimssýningin haldin á Treasure Island undir yfirskriftinni Golden Gate International Exposition. Eyjan er landfylling og var sérstaklega búin til við hlið Yerba Buena-eyju fyrir heimssýninguna.

1945 var haldin eftirstríðsráðstefna í San Francisco, sem samdi Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.

Á sjöunda áratugi 20. aldar varð borgin að miðdepli bandarísku 68-hreyfingarinnar. Hippar fögnuðu sumarið 1967, Summer of Love, í borginni. Hljómsveitir á borð við Grateful Dead, Jefferson Airplane, og Janis Joplin höfðu mikil áhrif á rokktónlist um allan heim. Lag með Scott McKenzies San Francisco (Be Sure to Wear Some Flowers In Your Hair) varð að einkennislagi borgarinnar og komst á topp vinsældarlista um allan heim.

Á áttunda áratugnum byrjuðu samkynhneigðir að flytja í borgina í stórum stíl, sérstaklega í Castro hverfið. Borgin hefur verið kölluð helsta borg samkynhneigðra í Bandaríkjunum og hafa samkynhneigðir á síðustu árum haft mikil áhrif á borgarpólitíkina.

 
Silicon Valley

Í lok 20. aldar varð borgin og nærliggjandi Silicon Valley að brennidepli tölvuvæðingar og internetbyltingar og fluttust mörg hugbúnaðarfyrirtæki, athafnamenn og markaðsfræðingar til San Francisco og höfðu mikil áhrif í viðskiptalífi borgarinnar. Mörg verkamannahverfi breyttust í hátískuhverfi og fasteignaverð rauk upp á þessum tíma.

Lýðfræði

breyta

San Francisco er ein þéttbyggðasta borg Bandaríkjanna. Hvítir eru 50% íbúa, 31% asískir, 14% af rómönskum uppruna og 8% af afrískum uppruna. Öfugt við flest önnur samfélög búa fleiri menn en konur í San Francisco og er hlutfallið 103,1 á móti 100.

Menning, daglegt líf og kennileiti

breyta

San Francisco er enn í fremstu röð þegar kemur að bandarískri samtímamenningu.

Kennileiti

breyta
 
Transamerica Pyramid

Frægasta kennileiti borgarinnar er án efa Golden Gate-brúin sem áður segir. Einnig er Transamerica Pyramid skrifstofubyggingin þekkt merki. Elsta byggingin er Mission Dolores og var reist 1776 af Spánverjum.

Fjöldi almenningsgarða er í borginni, m.a. Golden Gate Park, 'Yerba Buena Park, og Buena Vista Park, en sá síðastnefndi er elsti garðurinn eða frá 1867.

 
Alcatraz eyjan og fangelsið
  • Alcatraz, áður fangelsi, er nú orðið safn sem varðveitir sögu eyjarinnar sem vita, virkis og fangelsis.
  • The Science Center er stórt og nútímalegt vísindasafn
  • California Academy of Science er náttúrumynjasafn þar sem m.a. er hægt að skoða eftirlíkingu af jarðskjálfta.
  • Telegraph Hill og hinn 64m hái Coit Tower hafa frábært útsýni yfir flóann.
  • Asian Art Museum sýnir listmuni frá Asíu
  • The Cable Car museum sýnir ýmsar hliðar sporvagnsins.
  • The Californian Palace of the Legion of Honor er safn sem sýnir safn sitt af evrópskum listaverkum og sérstökum verkum franskra listamanna.
  • San Francisco Museum of Modern Art býður upp á nútímalist með breytilegum sýningum
  • The Wax Museum sýnir ýmsar frægar persónur í formi vaxmynda
  • de Young Museum er safn í Golden Gate-garðinum
  • Palace of Fine Arts
  • Comic Art Museum er einstakt sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Það á yfir 6000 eintök af teiknimyndum, teiknimyndasögum og dagblaðs-teiknimyndasögum.
  • Fort Mason var áður hersvæði en er nú opið öllum.

Íþróttir

breyta
 
San Francisco séð frá Twin Peaks

San Francisco er heimabær þriggja bandarískra stórliða:

Háskólar

breyta

San Francisco hefur fjölda háskóla og eru þeirra frægastir:

  • University of San Francisco var fyrsti háskólinn á vesturströnd Bandaríkjanna. Í dag er hann sérstaklega þekktur fyrir lagadeild sína, sem hefur getið sér mjög góðan orðstír.
  • University of California (UCSF) er einnig í San Francisco og er leiðandi á sviði heilbrigðisvísinda

Þá eru tveir þekktir háskólar í nágrenni San Francisco:

Fyrirtæki í San Francisco

breyta

Í San Francisco eru ýmsar höfuðstöðvar stórfyrirtækja. Helst ber að nefna VISA greiðslukortafyrirtækið, GAP fatakeðjuna, Levi Strauss & Co. gallabuxnafyrirtækið, Walls Fargo Bank og Industrial Light and Magic fyrirtæki George Lucas, en það fyrirtæki útbýr tæknibrellur í myndum á borð við Harry Potter og Star Wars. Önnur fyrirtæki eru CNET, LucasArts og Bechtel Corporation. Fyrirtæki sem eru nálægt San Francisco en tæknilega utan borgarmarkanna eru m.a. Hewlett Packard, Intel og Yahoo!. San Francisco er einnig mjög mikilvæg fjármálaborg í Kaliforníu.

Í lok 20. aldar fluttust mörg hugbúnaðarfyrirtæki til San Francisco og upplifði borgin mikinn vöxt við það.

Þekktir einstaklingar frá San Francisco

breyta
 
San Francisco að nóttu

Tilvísanir

breyta
  1. „QuickFacts - San Francisco City, California“. United States Census Bureau. Sótt 8. nóvember 2024.

Tenglar

breyta