Kirk Lee Hammett (fæddur 18. nóvember 1962 í San Francisco) er gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Metallica. Árið 1979 var hann einn af stofnendum þrassshljómsveitarinnar Exodus. Árið 1983 fékk hann boð um að ganga í Metallica eftir að Dave Mustaine hafði verið rekinn. Hammett er meðal annars af filippeyskum og írskum ættum. Hann er mikill áhugamaður um hryllingsmyndir. Hann á 2 syni og býr ásamt þeim og konu sinni í San Francisco.

Kirk Hammett á teiknimyndablaðaráðstefnu í San Diego, Kaliforníu árið 2013.
Kirk einbeitir sér að gítarsólói.