Rafíþrótt

(Endurbeint frá Rafíþróttir)

Rafíþrótt er íþrótt þar sem keppt er í tölvuleikjum. Oftast er um að ræða skipulagðar keppnir í fjölspilunarleikjum milli atvinnumanna sem keppa ýmist sem einstaklingar eða lið.[1] Tölvuleikjakeppnir hafa lengi verið hluti af tölvuleikjamenningunni en frá 1. áratug 21. aldar hefur áhorf aukist gegnum netstreymi [2] á keppnum og atvinnumennska að sama skapi aukist. [3][4][5] Á 2. áratug 21. aldar eru rafíþróttir orðnar mikilvægur hluti af þróun og markaðssetningu tölvuleikja og margir leikjaframleiðendur taka þátt í að setja upp og styrkja rafíþróttamót.

Heimsmeistaramótið í League of Legends 2016.

Algengustu leikirnir sem keppt er í eru stríðsleikir, fyrstu persónu skotleikir, slagsmálaleikir og herkænskuleikir. Vinsæl rafíþróttamót eru haldin í leikjunum League of Legends, Dota, Counter-Strike, Overwatch, Super Smash Bros. og StarCraft.[6] Meðal þekktustu mótanna má nefna League of Legends World Championship, The International (Dota 2), Evolution Championship Series og Intel Extreme Masters.[7] Dæmi um deildarkeppni er Overwatch League. Minna vinsælar rafíþróttir eru boltaleikirnir FIFA, Rocket League og NBA.

Rafíþróttir eru viðurkenndar sem keppni, en ekki eru allir sammála um að þær séu íþróttir.[8][9][10] Alþjóðaólympíunefndin hefur rætt möguleikann á því að rafíþróttir verði hluti Ólympíuleikanna.[11] Árið 2018 tók alþjóðasiglingasambandið World Sailing rafíþróttagrein inn í mótaröð sambandsins með siglingakeppni á netinu með tölvuleiknum Virtual Regatta.

Undir lok 2. áratugar 21. aldar var talið að rafíþróttaviðburðir næðu til 454 milljón áhorfenda um allan heim og að velta þeirra næði yfir 1 milljarð dala.[12] Með vaxandi vægi streymisþjónusta á borð við YouTube og Twitch eiga rafíþróttir auðveldara með að ná til fjölda áhorfenda og skapa þannig tekjur.

Rafíþróttir á Íslandi

breyta

Upphafið

breyta

Tölvuleikjamót hafa verið fastur liður í félagslífi Íslendinga sem spila tölvuleiki allt frá því í kring um 2000, mótin þekktust yfirleitt sem Lan-mót.
Í upphafi voru stærstu Lan-mótin haldin af Skjálfta [13][14] eða Ground Zero (Seinna G-Zero) [15], eða frá um 1999 til 2005, og allt til lokunar í dæmi G-Zero. [16]
Þá rak Skjálfti einnig leikjaþjóna í gegnum tíðina, þar á meðal fyrir Battlefield 1942, Battlefield Vietnam, Counter-Strike 1.6, Counter-Strike: Source, Call of Duty, Quake 2, Quake 3 Arena, Quake 4, Doom 3, Unreal Tournament 2004, Return To Castle Wolfenstein, Jedi Academy, og Multi-Theft Auto. [17] [18] [19]

Í dag

breyta

Þegar ljóst varð að rafíþróttir væru komnar til að vera fóru framhalds og háskólar að halda Lan-mót, en þar má t.d. nefna árleg Lan-mót Tækniskólans 'Kubburinn'. [20] sem og 'HR-inginn' sem Háskólinn í Reykjavík heldur. [21]

  • 2018
    • Ólafur Hrafn Steinarsson stofnar Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ). [22]
    • Upphaflega stjórn samtakanna skipa þau:
      • Ólafur Hrafn Steinarsson, Formaður
      • Hafliði Örn Ólafsson, Gjaldkeri
      • Melína Kolka Guðmundsdóttir, Ritari
      • Ólafur Nils Sigurðsson, Stjórnarmaður
  • 2019
    • Rafíþróttasamband Íslands og Lenovo á Íslandi koma á laggirnar úrvalsdeild í rafíþróttum. Hlýtur hún nafngiftina Lenovo-deildin og starfar til 2020. [23][24]
    • 12. Reykjavíkurleikarnir (e. Reykjavik International Games) eru haldnir og er Rafíþróttum boðið með. Keppt var í Counter-Strike: Global Offensive, Fortnite og League of Legends. Keppnirnar áttu sér stað í Laugardalshöll. [25] [26]

Íslenskar deildir

breyta

Lenovo-deildin - 2019 til 2020
Vodafone-deildin - 2020 til 2022
Ljósleiðaradeildin - 2022 til -

Íslensk félög og lið

breyta

Nokkur íslensk íþróttafélög hafa stofnað rafíþróttadeildir, til dæmis Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Íþróttafélagið Fylkir, Glímufélagið Ármann og Íþróttafélagið Þór Akureyri.

Tilvísanir

breyta
  1. Werder, Karl (júní 2022). „Esport“. Business & Information Systems Engineering. 64 (3): 393–399. doi:10.1007/s12599-022-00748-w. S2CID 255613366.
  2. 19. apríl 2015, Samanburður áhorfstalna Íþrótta við Rafíþróttir [óvirkur tengill] Infogram
  3. 18. nóvember 2021, Tekjuhæstur í heimi 22 ára gamall mbl.is
  4. Tassi, Paul (20. desember 2012). „2012: The Year of eSports“. Forbes. Sótt 15. ágúst 2013.
  5. Ben Popper (30. september 2013). „Field of Streams: How Twitch Made Video Games a Spectator Sport“. The Verge. Sótt 9. október 2013.
  6. Daniels, Tom (22. desember 2021). „Top 10 highest viewed esports events of 2021“. Esports Insider (bresk enska). Sótt 31. janúar 2022.
  7. Tiozon, Daniel (22. febrúar 2021). „Ranking The 5 Biggest Esports Tournaments In The World“. ClutchPoints (bandarísk enska). Sótt 31. janúar 2022.
  8. „eSports, sport or business?“. Johan Cruyff Institute. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2017.
  9. Ivo v. Hilvoorde & Niek Pot (2016) Embodiment and fundamental motor skills in eSports, Sport, Ethics and Philosophy, 10:1, 14–27, doi:10.1080/17511321.2016.1159246
  10. Ivo van Hilvoorde (2016) Sport and play in a digital world, Sport, Ethics and Philosophy, 10:1, 1–4, doi:10.1080/17511321.2016.1171252
  11. Epstein, Adam. „When will esports join the Olympics?“. Quartz (enska). Sótt 31. janúar 2022.
  12. FinancialNewsMedia.com. „Global Esports Audience Projected to Reach 474 Million Viewers in 2021“. www.prnewswire.com (enska). Sótt 31. janúar 2022.
  13. 26. mars 2000, Skjálftamót í fullum gangi Mbl.is
  14. 6. september 2005, Skjálfti 3 2005 Vísir.is
  15. 20. júlí 2019, DV.is - G-Zero: Það er alltaf gaman að spila tölvuleiki DV
  16. 5. október 2022, Ground Zero lokar fyrir fullt og allt í lok október Geymt 30 nóvember 2023 í Wayback Machine eSports.is
  17. 5. febrúar 2005, SKJÁLFTI á Internet Archive
  18. 7. júní 2001, hugi.is/skjalfti á Internet Archive
  19. 30. júlí 2008, hugi.is/skjalfti á Internet Archive
  20. 9. september 2023, Kubburinn - LAN Tækniskólans Facebook
  21. 9. september 2023, HRingurinn Facebook
  22. 6. desember 2018, GameTíví kynnir sér Rafíþróttasamtök Íslands Vísir
  23. 19. júlí 2019, Dagblaðið Vísir - 19. Júlí 2019 - bls 24 - Rafíþróttir Timarit.is
  24. 24. september 2019, Lenovo deildin er farin af stað! Instagram
  25. 24. janúar 2019, Rafíþróttasamtök Íslands - #RIG19 | Á bakvið tjöldin: Kynnarnir okkar Facebook
  26. 26. janúar 2019, RIG - RIG 2019 - Rafíþróttir - Dagur 1 Facebook
  27. 18. mars 2020, Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Vísir.is
  28. 19. mars 2020, Vodafone deildin hefst í næstu viku Vísir.is
  29. 14. janúar 2022, Úrvalsdeildin í rafíþróttum fær nýtt nafn Vísir.is
   Þessi tölvugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.